15:00
Níels og Napóleon
Níels og Napóleon

Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit að svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,