Tónar í orðinu
Bækurnar úr jólabókaflóðinu hafa ratað í hendur spenntra lesenda fyrir þessi jól að vanda og sögur þeirra glæða lífi í hátíðarhöld landsmanna. Skáldsögurnar hafa orðið til við ólíkar aðstæður hjá íslenskum rithöfundum, sum skrifa í skorpum á nóttunni, sum vakna snemma hvern morgun til að byrja sagnasmíðina og þar fram eftir götunum. Mörg eiga það sameiginlegt að hlusta á eitthvað á meðan skrifað er. Júlía Margrét Einarsdóttir fær til sín rithöfundana Braga Ólafsson og Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem segja frá ferlinu í skáldsagnagerð og kynna tónlistina sem setti tóninn og veitti þeim innblástur í skrifum á nýútkomnum bókum þeirra.