Vikan með Gísla Marteini

29. september 2023

Gestir kvöldsins eru Jóhannes Þ. Skúlason, Hera Hilmarsdóttir og Pavel Ermolinskij.

Í fréttum Vikunnar heilsum við upp á sænskan góðkunningja.

Það kemur í ljós hvaða leikarar munu leika prinsessurnar í söngleiknum Frost.

Berglind Festival skoðar nýja og villta tegund sem í sumar hefur verið sérstaklega áberandi í íslenskri náttúru; skellihlæjandi með flösku af kampavíni í annarri og veiðistöng í hinni.

Birnir & Gus Gus flytja lagið ...eða?

Frumsýnt

29. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Vikan með Gísla Marteini

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Þættir

,