Tengivagninn

Pönkplata frá BKPM, Skaftfell og LungA-skólinn á Seyðisfirði, 100 ára afmæli Thors Vilhjámssonar

Meðlimir post-pönk hljómsveitarinnar BKPM segja frá sinni fyrstu hljómplötu, Bíddu ha? og ræða pönkið, hinsseginleikann og streymisveitur.

Við heimsækjum Skaftfell, myndlistarmiðstöð Seyðisfjarðar og LungA-skólann.

Synir Thors Vilhjálmssonar segja frá bókinni Og þaðan gengur sveinninn skáld sem gefin er út í tilefni af 100 ára afmæli höfundarins.

Maó Alheimsdóttir veltir fyrir sér hafinu bláa og Auður Emilsdóttir les ljóð sitt Orðsifjar, sem bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni Hinsegin daga.

Tónlist flutt í þætti:

Hayley Williams - Ego Death At A Bachelorette Party

The New Eves - Cow Song

Frumflutt

12. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,