Tengivagninn

Akademísk hrollvekja, ljóðaþýðingar og Þjóðlagahátíð á Sigló

Rachel Britton fluttist til Íslands frá New York fyrir fimm árum síðan og þýðir íslensk ljóð yfir á Ensku. Hún segir okkur frá starfi sínu sem þýðandi og áhuga hennar á íslenskri list.

Akademíska hrollvekjan Marginalía kom út á dögunum og ritlistarnemendur við Háskóla Íslands komu í Tengivagninn og sögðu okkur frá útgáfunni.

Melkorka Ólafsdóttir er stödd á Siglufirði og gefur hlustendum smjörþef af stemmningunni á Þjóðlagahátíð sem er haldin þar í 25. sinn.

Tónlist spiluð í þætti:

Djákninn á Myrká - Rósa Ingólfsdóttir

primabalerina - Coals

Umlíðun - hist og

lúpínu bossa nova - lúpína

Lost Song - Sykur

Frumflutt

3. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,