Sígild og samtímatónlist

Þáttur 33 af 150

Tónlistin í þættinum:

Roderick Williams, barítónsöngvari syngur, Andrew West leikur á píanó, þeir flytja An die Nachtigall, pp. 46 nr. 4 eftir Johannes Brahms, ljóðið orti Ludwig Heinrich Christoph Hölty.

Ágúst Ólafsson barítónsöngvari syngur, Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó, Við verkalok, lag eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Stephan G. Stephansson.

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó, Jól (Noël) úr Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins (Vingt Regards sur l'Enfant-Jésus) eftir Olivier Messiaen.

Yuja Wang, leikur á píanó, 4. þátt, Presto con fuoco úr Píanósónötu nr. 3 í fís-moll op. 23 eftir Aleksandr Skrjabín.

Nemendur úr Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum (Royal Academy of Music) og Juilliard háskólannum í New York (Julliard School Ensemble) leika undir stjórn Barböru Hannigan, Septet, K080 eftir Ígor Stravínskíj.

Þættir verksins eru:

Án titils (Untitled)

Passacaglia

Gigue

Strengjakvartettinn Quatuor Ébène ásamt víóluleikaranum Antoine Tamestit, leikur 1. þátt, Allegro úr Strengjakvintett nr. 3 í C-dúr K 515 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. (Hljóðfæraskipan: Pierre Colombet, fiðla; Gabriel Le Magadure, fiðla; Marie Chilemme, víóla II; Raphaël Merlin, selló); Antoine Tamestit, víóla I)

Sönghópurinn Voces 8 syngur, Gabriella Swallos leikur á selló. Þau flytja lagið Find our way eftir Kelly Lee Owens og Sebastian Plano (úts. Jim Clements).

Frumflutt

9. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,