Tónlistin í þættinum:
Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Þau flytja fyrsta þátt, Kyrie, úr Missa Brevis eftir Stefán Arason.
Barbara Hannigan sópran syngur, Bertrand Chamayou leikur með á píanó. Þau flytja þætti úr verkinu Chants de terre et de ciel eftir Olivier Messiaen. Þættir verksins eru alls sex, en hér hljóma eftirfarandi þættir:
I. Bail avec Mi (pour ma femme)
III. Danse du bébé-Pilule (pour mon petit Pascal)
IV. Arc-en-ciel d’innocence (pour mon petit Pascal)
Sólveig Steinþórsdóttir leikur á fiðlu, annan þátt, Sarabande: Quasi lento úr Sónötu nr. 4 í e-moll eftir Eugène Ysaye.
Strengjakvartettinn Quatuor Parrenin leikur Strengjakvartett í e-moll (Quatuor à cordes en mi mineur) op. 121 eftir Gabriel Fauré.
Meðlimir Quatuor Parrenin eru Jacques Parrenin og Jacques Ghestem sem leika á fiðlur, Gérard Caussé á víólu og Pierre Penassou á selló.
Þættir verksins eru:
1. Allegro moderato
2. Andante
3. Allegro
Kammerkór St. Pétursborgar syngur undir stjórn Nikolai Korniev, þau flytja Faðir vor, eftir Juri Sergeyevich Sakhnovsky.