Sígild og samtímatónlist

Söngur og strengir

Tónlistin í þættinum:

Kristinn Sigmundsson bassi syngur, Ljúbíj fse vosrastíj pokorníj úr óperunni Evgení Onégin (1879) eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur með undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar í Eldborg Hörpu, 1. september 2017.

Delgani-strengjakvartettinn flytur fyrsta þátt, Poco animato úr Strengjakvartetti nr. 6 W. 399 eftir Heitor Villa-Lobos.

Antje Weithaas leikur á fiðlu með Camerata Bern. Þau flytja Konsert nr. 2 fyrir fiðlu og Strengjasveit - Í kvöldbirtu - eða Vakara gaismā (2020) eftir Peteris Vasks. Weithaas stýrir sjálf flutningi.

Þættir verksins eru eftirfarandi:

I Andante con passione

Cadenza I

II Andante cantabile

Cadenza II

III Andante con amore

Egill Árni Pálsson tenór syngur, Jón Sigurðsson leikur á píanó. Þeir flytja Fagra veröld, lag eftir Sigurð Bragason, ljóðið orti Tómas Guðmundsson.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,