Sígild og samtímatónlist

Kammersveit Reykjavíkur 50 ára

Leikið af geisladiskum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.

Í þættinum hljóma verk eftir tónskáldin Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson auk brots úr sögulegri tónleikahljóðritun Kammersveitarinnar á Kvartetti um endalok tímans eftir Olivier Messiaen.

Verkin sem hljóma í þættinum:

Vatnið sem rennur - úr Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson. Bergþór Pálsson syngur með Kammersveit Reykjavíkur, Paul Zukofsky stjórnar.

Tvísöngur eftir Jón Nordal. Kammersveit Reykjavíkur leikur. Einleikarar: Einar G. Sveinbjörnsson á fiðlu og Ingvar Jónasson á víólu. Paul Zukofsky stjórnar.

Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen., þættir 1. Liturgie de cristal, og 2. Vocalise pour L’Ange qui annonce la fin du temps. Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur leika: Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Nina Flyer á selló, Gunnar Egilsson á klarínett og Þorkell Sigurbjörnsson á píanó.

Af mönnum, fyrir kammerhóp eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Kammersveit Reykjavíkur leikur.

Aprèslude I úr smáverkasafni Þorkels Sigurbjörnssonar Petit plaisirs (1979). Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur leika: Rut Ingólfsdóttir og Unnur María Ingólfsdóttir leika á fiðlur, Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló og Guðrún Óskarsdóttir á sembal.

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,