Sígild og samtímatónlist

Þáttur 26 af 150

Tónlistin í þættinum:

Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Barnagælu, lag Hjálmars H. Ragnarssonar við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur.

Yuja Wang leikur á píano, Píanósónötu nr. 18 í Es-dúr (Veiðina, e. The hunt) eftir Ludwig van Beethoven.

I. Allegro

II. Scherzo. Allegretto vivace

III. Menuetto. Moderato e grazioso

IV. Presto con fuoco

Nigel Kennedy leikur á fiðlu með Ensku kammersveitinni. 3. og síðasta þátt, Finale (allegro energico) úr Fiðlukonsert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch. Stjórnandi er Jeffrey Tate.

Fyrsti þáttur, allegro non troppo, úr Kvartett fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló nr. 2 í A-dúr, op. 26 eftir Johannes Brahms. Flytjendur eru Tamás Vásáry á píanó, Thomas Brandis á fiðlu, Wolfram Christ á viólu og Ottomar Borwitzky á selló. Hljóðritun gefin út af Deutsche Grammophon 2009.

Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó eigin útsetningu á þjóðlaginu Gilsbakkaþulu. Úr lagaflokknum: Heyrðu hjartans málið mitt og fleiri íslensk þjóðlög fyrir píanó.

Sönghópurinn Hljómeyki syngur Kvöldvísur um sumarmál (1984) eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ljóðið er eftir Stefán Hörð Grímsson, og er fengið úr ljóðabókinni Svartálfadans (1951). Tónskáldið stýrir flutningi.

Frumflutt

21. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,