Sígild og samtímatónlist

Kammersveit Reykjavíkur 50 ára

Leikið af geisladiskum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.

Í þættinum eru leikin kammerverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Johannes Brahms og Wolfgang Amadeus Mozart.

Tónlistin í þættinum:

Tríó í e-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Tríó úr Kammersveit Reykjavíkur leikur: Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló, Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó.

Þættir verksins eru:

1. Allegro

2. Andantino

3. Allegretto scherzando

4. Molto allegro

Tvö sönglög op. 91 fyrir altrödd, víólu og píanó eftir Johannes Brahms. Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran syngur, Þórunn Ósk Marínósdóttir leikur á víólu og Peter Maté á píanó.

Þættir verksins eru:

1. Gestillte Sehnsucht

2. Geistliches Wiegenlied

Flautukvartett í C-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kvartett úr Kammersveit Reykjavíkur leikur: Martial Nardeau á flautu, Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir á víólu og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló.

Þættir verksins eru:

1. Allegro

2. Stef og tilbrigði

Rondo úr Hornkvintetti í Es-dúr K. 407 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Joseph Ognibene leikur einleik á horn. Með honum leika félagar úr Kammersveit Reykjavíkur: Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir og Sarah Buckley á víólur og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló.

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,