Krakkaheimskviður

Hvað er að gerast í Líbanon og er vatn á Mars?

Í þessum þætti Krakkaheimskviða minnumst við atburða síðasta árs frá því Hamas-liðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023. Fréttamaðurinn og fullorðins-Heimskviðuumsjónarmaðurinn Bjarni Pétur Jónsson segir okkur hvernig þessir atburðir tengjast því sem er gerast í Líbanon, en á þriðjudaginn réðst Ísraelsher inn í landið. Í seinni hluta þáttarins vendum við kvæði okkar í kross og förum út í geim, nánar til tekið til Mars. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, segir okkur frá mjög merkilegri uppgötvun um plánetuna.

Frumflutt

6. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Krakkaheimskviður

Krakkaheimskviður

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.

Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir

Þættir

,