Konsert

Karlsvaka 2025 og Radiohead 2003-2209

Í Konsert vikunnar heyurm við brot af því besta frá Karlsvöku sem haldin var í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn síðasta sunnudag á 75 ára afmælisdegi Karl. J. Sighvatssonar sem var fyrsti og fremsti Hammond-orgelleikari landsins.

Kalli spilaði með Flowers, Trúbrot og Þurslaflokknum er fór síðar til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Hann kom líka tónlistarkennslu og kórastarfi en hann stýrði meðal annars Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar.

Á Karlsvöku voru leikin lög sem tengjast Kalla og þau flutt af frábærri hljómsveit og söngkonum af svæðinu: Tómas Jónsson - orgel, Guðni Finnsson - bassi, Valbjörn Lilliendahl - gítar. Söngur: Lay Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún.

Kynnir var Jakob Frímann Magnússon.

Í seinni hluta þáttarins förum við svo á tónleika með Radiohead - heyrum upptökur frá tímabilinu frá 2003-2009 og öll lögin eru af plötunni Hail to the Thief sem kom út 2003.

Frumflutt

11. sept. 2025

Aðgengilegt til

11. sept. 2026
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,