Við ætlum að hlusta á afa pönksins í Konsert vikunnar – Iggy Pop!
Iggy sem var í Stooges – Iggy sem var með Bowie í Berlín – Iggy sem er fyrirmynd Utangarðsmanna-Bubba – og fyrirmynd svo marga annara síðan.
Við ætlum að hlusta á tónleika sem fóru fram á Montreux jazz Festival sumarið 2023.
En hann heitir James Newell Osterberg jr. og er fæddur 21. Apríl árið 1947 – í bænum Muskegion í Michigan í Bandaríkjunum.
Hann vakti athygli með hljómsveitinni The Stooges á sínum tíma en í sögulegu samhengi er Stooges ein fyrsta pönkhljómsveit heimsins, spilaði hrátt og ruddalegt rokk og Iggy þótti sérkennilegur, hoppandi um sviðið – oftar enn ekki ber að ofan og lét öllum illum látum.
En allt þetta sem Iggy varð þekktur fyrir er fyrir löngu orðið hluti af normi rokksins – og ekkert skrýtið eða sérkennilegt í dag, en Iggy sem er orðinn 77 ára gamall er enn að spila – og enn er hann hoppandi um sviðið – ber aða ofan.
Iggy hefur sent frá sér 19 sólóplötur og sú síðasta kom út í september í fyrra og heitir Every looser.
Iggy hefur einu sinni spilað á íslandi – var með tónleika í Listasafninu í Reykjavík árið 2006.
Tónleikarnir sem við ætlum að hlusta á með Iggy og hljómsveitinni hans voru hljóðritaðir á Montreux Jazz Festival í Sviss íAuditorium Stravinski – 6. júlí 2023
Hann var með 7 manna band með sér – blés lífi í gamla Stooges slagara eins og “I Wanna Be Your Dog” and “T.V. Eye – og aðra gamla smelli – eins og Passenger og Lust for life – og fólkið kunni vel að meta þetta alltsaman.