Konsert

Iggy Pop á Montreux 2023

Við ætlum hlusta á afa pönksins í Konsert vikunnar Iggy Pop!

Iggy sem var í Stooges Iggy sem var með Bowie í Berlín Iggy sem er fyrirmynd Utangarðsmanna-Bubba og fyrirmynd svo marga annara síðan.

Við ætlum hlusta á tónleika sem fóru fram á Montreux jazz Festival sumarið 2023.

En hann heitir James Newell Osterberg jr. og er fæddur 21. Apríl árið 1947 í bænum Muskegion í Michigan í Bandaríkjunum.

Hann vakti athygli með hljómsveitinni The Stooges á sínum tíma en í sögulegu samhengi er Stooges ein fyrsta pönkhljómsveit heimsins, spilaði hrátt og ruddalegt rokk og Iggy þótti sérkennilegur, hoppandi um sviðið oftar enn ekki ber ofan og lét öllum illum látum.

En allt þetta sem Iggy varð þekktur fyrir er fyrir löngu orðið hluti af normi rokksins og ekkert skrýtið eða sérkennilegt í dag, en Iggy sem er orðinn 77 ára gamall er enn spila og enn er hann hoppandi um sviðið ber aða ofan.

Iggy hefur sent frá sér 19 sólóplötur og síðasta kom út í september í fyrra og heitir Every looser.

Iggy hefur einu sinni spilað á íslandi var með tónleika í Listasafninu í Reykjavík árið 2006.

Tónleikarnir sem við ætlum hlusta á með Iggy og hljómsveitinni hans voru hljóðritaðir á Montreux Jazz Festival í Sviss íAuditorium Stravinski 6. júlí 2023

Hann var með 7 manna band með sér blés lífi í gamla Stooges slagara eins og “I Wanna Be Your Dog” and “T.V. Eye og aðra gamla smelli eins og Passenger og Lust for life og fólkið kunni vel meta þetta alltsaman.

Frumflutt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

20. feb. 2026
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,