Fram og til baka

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

Gestur Felix í Fram og til baka var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og handahafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Steinunn kom í fimmu og fjallaði um fimm staði sem hafa haft djúp áhrif á líf hennar, enda Steinunn mikill farfugl og býr drjúgan hluta ársins erlendis. Staðirnir sem Steinunn nefndi eru Seljaland í Skaftafellssýslu, Japan, Heilsuhælið í Hveragerði, Vínarborg og sandeyjan dásamlega Porto Santo. Spjallið fór víða og verðlaunabókin Ból kom sjálfsögðu við sögu.

Í síðari hluta þáttarins kom Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ í spjall í tilefni af edrú febrúar eða Edrúar eins og hann er kallaður en það er átak á vegum SÁÁ til auka heill og hamingju þjóðarinnar.

Frumflutt

10. feb. 2024

Aðgengilegt til

9. feb. 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,