12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 30. júní 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði á tólfta tímanum. Einn var um borð. Hann verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Aukinn þungi er í árásum Ísraelshers á norðurhluta Gaza, herinn skipaði fjölda fólks að fara þaðan í gær.

Ekkert liggur enn fyrir um þinglok. Forseti og þingflokksformenn funduðu í morgun og alla helgina án niðurstöðu og veiðigjaldið er enn til umræðu á þingfundi.

Jafnmikilvægt er að tryggja störf á Þingeyri og Ísafirði, segir formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Arctic Fish ætti að gera allt sem mögulegt er til að halda áfram starfsemi á Þingeyri.

Dregið hefur úr þróunaraðstoð á sama tíma og ríki verja meiru til varnarmála. Aðstoðin dróst saman um sjö prósent á heimsvísu í fyrra.

Enn á eftir að rannsaka hvort mörk í núverandi áhættumati duga til að fyrirbyggja óæskilega erfðablöndun frá eldislaxi, segir sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Það ræður miklu um hve mikið eldi er talið óhætt í opnum sjókvíum.

Skjálfti af stærðinni 3 varð í Mýrdalsjökli í morgun. Rafleiðni hefur aukist í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en vatnsborð hefur ekki hækkað. Fólk er beðið um að gæta sín við árnar.

Lækkun á olíuverði hefur ekki skilað sér til íslenskra ökumanna, samkvæmt greiningu Alþýðusambands Íslands.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið til Sviss og býr sig undir EM sem hefst eftir tvo daga. Búið er að selja nær alla miða á leiki Íslands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,