12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 24. apríl 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Rússar drápu að minnsta kosti átta og særðu tugi annarra í loftárásum á Kænugarð í nótt, þá mannskæðustu í tæpt ár. Úkraínuforseti snýr heim úr opinberri heimsókn til Suður-Afríku, fyrr en áætlað var, vegna þessa.

Tveir menn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Annar er leigubílsstjóri og ók hann konu á heimili vinar síns þar sem þeir brutu á henni.

Viðskipti Reykjavíkurborgar við Icelandair hafa verið rúmlega nífalt meiri en við lággjaldaflugfélagið Play. Borgarfulltrúi vill að farið verði ofan í saumana á kostnaðinum.

Forsætisráðherra Indlands ætlar að refsa þeim harkalega sem drápu 26 í mannskæðri hryðjuverkaárás á þriðjudag, í umdeilda héraðinu Kasmír.

Eldur kviknaði í húsnæði fyrirtækisins AB varahluta á Selfossi í gær. Líklegt er að kviknað hafi í út frá hleðslurafhlöðum.

Öldrunarlæknir segir tilkomu alzheimerslyfsins Leqembi hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga. Lyfjastofnun veitti markaðsleyfi fyrir lyfinu fyrr í mánuðinum.

Ekki er öll von úti með að sumarið verði gott á sunnan- og vestanverðu landinu þótt vetur og sumar hafi ekki frosið saman. Veðurfræðingur segir misskilnings gæta um þjóðsöguna um sumardaginn fyrsta -- sem er í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,