
Þátturinn fjallar um rósir í tali og tónum. Helga Bachman talar um Gertrude Stein sem sagði "Rós er Rós er Rós". Sigríður Stephensen les kafla úr sögunni "Litli prinsinn" eftir Saint-Exupéry, í þýðingu Þórarins Björnssonar, Lesið úr Romeó og Júlíu eftir Shakespeare, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar, Síðasta rós sumarsins, eftir Thomas Moore, Heiðarrósin, í þýðingu Reynis Axelssonar, Rósin, eftir Guðmund Guðmundsson og Rósin rjóð, í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. - Kristján Vídalín, skrúðgarðyrkjumaður, Arngunnur Ýr Gylfadóttir, myndlistarmaður og Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, tjá sig um rósir. - Edit Piaf, Gidon Kremer, G. Sousay, King Singers, Magnús Baldvinsson, Elly Ameling, Fílharmóníuhljómsveit Berlínar, Julie Andrews o.fl. flytja tónlistina

Sumarleg tónlist í tilefni dagsins.

Veðurstofa Íslands.
Ástin er algengt viðfangsefni í bókmenntum og rómantískir höfundar liðinnar aldar standa þar fyllilega undir nafni.
Fjallað er um ástina og konuna í fimm ljóðabókum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Viðmælandi er Ásdís Karlsdóttir sem segir frá bernskuminningum sínum á Akureyri og kynnum af skáldinu.
Jón Stefán Baldursson les ljóðið Í Vaglaskógi.
Í þættinum má heyra ýmsa listamenn syngja ljóð Davíðs, KK syngur Komdu inn -, Guðrún Gunnarsdóttir syngur Mamma ætlar að sofna, Garðar Cortes syngur Allar vildu meyjarnar eiga hann, söngdúóið Ylja syngur Konan með sjalið, Savannatríóið syngur Brúðarskórnir, Heimir og Jónas syngja Bréfið hennar Stínu, Haukur Morthens syngur hluta af Capríkvæði „Katarína“, Hera Hjartardóttir syngur Abba-labba-lá og Nútímabörn syngja Konan sem kyndir ofninn minn.
Umsjónarmenn: Brynja Baldursdóttir og Hallfríður Ingimundardóttir.
Ástin er algengt viðfangsefni í bókmenntum og rómantískir höfundar liðinnar aldar standa þar fyllilega undir nafni.
Fjallað er um ástina og konuna í fimm ljóðabókum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Viðmælandi er Ásdís Karlsdóttir sem segir frá bernskuminningum sínum á Akureyri og kynnum af skáldinu.
Jón Stefán Baldursson lesi ljóðið Í Vaglaskógi.
Ýmsir listamenn syngja ljóð Davíðs, KK syngur Komdu inn, Guðrún Gunnarsdóttir syngur Mamma ætlar að sofna, Garðar Cortes syngur Allar vildu meyjarnar eiga hann, söngdúóið Ylja syngur Konan með sjalið, Savannatríóið syngur Brúðarskórnir, Heimir og Jónas syngja Bréfið hennar Stínu, Haukur Morthens syngur hluta af Capríkvæði „Katarína“, Hera Hjartardóttir syngur Abba-labba-lá og Nútímabörn syngja Konan sem kyndir ofninn minn.
Umsjónarmenn: Brynja Baldursdóttir og Hallfríður Ingimundardóttir.
Guðsþjónusta.
Sumardagurinn fyrsti / Dagur jarðar.
Prestur er séra Ása Laufey Sæmundsdóttir.
Predikun flytja séra Helga Soffía Konráðsdóttir og Lilja Grímsdóttir, nemandi í 8.bekk Háteigsskóla.
Organisti/Söngstjóri: Erla Rut Káradóttir.
Perlukór Háteigskirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur.
Organistar: Ari Jóhann Ingu Steinunnarson, Baldur Teitsson, Clementina Lucia Sinis, Gréta Petrína Zimsen, Heiðrún Mirute Ndali Baldursdóttir Brume, Ingileif Teitsdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Sálmur 465. Í svörtum himingeimi T: Davíð Þór Jónsson / L: Arngerður María Árnadóttir.
Sálmur 718. Dag í senn. T: Lina Sandell – Sigurbjörn Einarsson / L: Oscar Ahnfelt.
Sálmur 261. Drottinn, miskunna, miskunna þú oss. T: Matt. 9.27 / L: G.M. Kolisi.
Sálmur 270. Dýrð þér, dýrð þér. T: Lúk. 2.14 – Pablo Sosa – Kristján Valur Ingólfsson / L: Pablo Sosa.
Lofið Drottin, lofið hann. C.B. Agnestig – Hildigunnur Halldórsdóttir.
Sálmur 451. Ljúft er að finna ást af þínum anda (Sólarsálmur Frans frá Assisi). T: Svavar Alfreð Jónsson / L: Riz Ortolani.
Eftir predikun:
Óskasteinar, ungverskt þjóðlag / Hildigunnur Halldórsdóttir. Raddsetning: Lajos Bárdos.
Sálmur 288. Ó, heyr mína bæn. T: Sálm. 102.2-3 / L: Jacques Berthier – Taizé.
Sálmur 341. Fel mig nú í faðmi þér (Hljóður). T: Reuben T. Morgan – Árný Björg Blandon / L: Reuben T. Morgan.
Eftirspil: Tokkata í d-moll eftir J. S. Bach.
Útvarpsfréttir.
Rússar drápu að minnsta kosti átta og særðu tugi annarra í loftárásum á Kænugarð í nótt, þá mannskæðustu í tæpt ár. Úkraínuforseti snýr heim úr opinberri heimsókn til Suður-Afríku, fyrr en áætlað var, vegna þessa.
Tveir menn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Annar er leigubílsstjóri og ók hann konu á heimili vinar síns þar sem þeir brutu á henni.
Viðskipti Reykjavíkurborgar við Icelandair hafa verið rúmlega nífalt meiri en við lággjaldaflugfélagið Play. Borgarfulltrúi vill að farið verði ofan í saumana á kostnaðinum.
Forsætisráðherra Indlands ætlar að refsa þeim harkalega sem drápu 26 í mannskæðri hryðjuverkaárás á þriðjudag, í umdeilda héraðinu Kasmír.
Eldur kviknaði í húsnæði fyrirtækisins AB varahluta á Selfossi í gær. Líklegt er að kviknað hafi í út frá hleðslurafhlöðum.
Öldrunarlæknir segir tilkomu alzheimerslyfsins Leqembi hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga. Lyfjastofnun veitti markaðsleyfi fyrir lyfinu fyrr í mánuðinum.
Ekki er öll von úti með að sumarið verði gott á sunnan- og vestanverðu landinu þótt vetur og sumar hafi ekki frosið saman. Veðurfræðingur segir misskilnings gæta um þjóðsöguna um sumardaginn fyrsta -- sem er í dag.
Óvíða í veröldinni hefur sambúð manns og jökla verið eins náin og í Austur-Skaftafellssýslu. Hoffellsjökull er einn skriðjökla Vatnajökuls og jökullinn hefur mótað líf þeirra sem hafa alist upp á bæjunum í Hoffelli. Saga hans - og saga okkar er samofin á ýmsa vegu og um það fjalla þessir þættir, Saga jökuls.
Umsjón: Brynja Dögg Friðriksdóttir
Í þessum fyrri þætti er fjallað um ferðir þriggja bændasona þvert yfir Vatnajökul 1926 og sagt frá Sænsk-íslenska leiðangrinum upp á Vatnajökul 1936. Bændur í Hoffelli þekktu vel til Hoffellsjökuls svo framlag þeirra og þekking nýttist til leiðangursins og rannsókna á jöklinum með ýmsum hætti.
Viðmælendur eru Dr. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands og Sigurbjörg Helgadóttir frá Hoffelli.
Einnig heyrast brot úr gömlu viðtali við Helga Guðmundsson, bónda í Hoffelli. Viðtalið tók Hallfreður Örn Eiríksson við Helga árið 1966 og kemur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunnar; ismus.is
Þáttur um íslenska söngleiki um vorkomuna.
Á 20. öld voru oft samin stutt leikrit um sigur vorsins yfir vetrinum, söngleikir sem fluttir voru af börnum á sumardaginn fyrsta.
Í þessum þætti verða flutt atriði úr nokkrum slíkum söngleikjum. Meðal skálda eru Guðmundur Guðmundsson skólaskáld, Jóhannes úr Kötlum og Margrét Jónsdóttir og meðal tónsmiða Emil Thoroddsen, Ingi T. Lárusson, Birgir Helgason og Margrét Sighvatsdóttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Allt í kringum okkur búa agnarsmáar lífverur sem við gefum sjaldan gaum, pöddur. Þúsundir pöddutegunda þrífast hér á landi og eru lykilhluti af heildinni sem við tilheyrum. Við leitum að, skoðum pöddur sem og fræðumst um þennan stóra heim smárra lífvera hér á landi.
Viðmælendur í þættinum eru: Andreas Guðmundsson, Björn Hjaltason, Brynja Hrafnkellsdóttir, Hrönn Konráðsdóttir, Matthías Mancini, Matthías S. Alfreðsson og Rafn Sigurðsson.
Umsjón: Halla Ólafsdóttir
Ljósmynd: Björn Hjaltason
Ragnar Bjarnason rifjar upp ýmislegt frá ferli sínum, allt frá barnæsku til síðustu ára. Hann minnist foreldra sinna, rifjar upp hvernig tónlistarferillinn hófst og minnist samferðarfólksins í tónlist. Hann ræðir um nokkrar hljómsveitir sem hann starfaði með og hvernig stóð á því að hann stofnaði eigin hljómsveit.
Umsjón og samsetning: Jónatan Garðarsson.
Ragnar Bjarnason rifjar upp ýmislegt frá ferli sínum, allt frá barnæsku til síðustu ára. Hann minnist foreldra sinna, rifjar upp hvernig tónlistarferillinn hófst og minnist samferðarfólksins í tónlist. Hann ræðir um nokkrar hljómsveitir sem hann starfaði með og hvernig stóð á því að hann stofnaði eigin hljómsveit.
Umsjón og samsetning: Jónatan Garðarsson.

Sónata Beethovens fyrir fiðlu og píanó op 24 í F dúr kom út árið 1801.
Rás eitt fagnar ávallt komu sumars með þessu verki sem gjarnan er kallað Vorsónatan.
Flytjendur: Augustin Dumay, fiðla ; Maria João Pires, píanó
Upptaka fór fram Í London í Henry Wood Hall í desember 1997

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum í Eldborg 15.febrúar 2025
Efnisskrá:
Wolfgang Amadeus Mozart - Eine kleine Nachtmusik (Allegro)
Veigar Margeirsson - Rætur: Kveðja — Sofðu unga ástin mín
Mikhail Glinka - Spánskur forleikur nr. 2 (Minning um sumarnótt í Madríd)
Frederich Chopin - Etýða í E-dúr nr. 3 fyrir hljómsveit
Alexandre Desplat - Harry Potter og dauðadjásnin, svíta
Alan Menken - Arabískar nætur úr Aladdin
Ray Parker yngri - Draugabanar
Hljómsveitarstjóri
Micah Gleason
Einleikarar
Sigrún Eðvaldsdóttir
Sigurður Flosason
Kynnir
Trúðurinn Barbara

Inngangserindi um Steingrím.
Upplestur úr bókinni Ljóðmæli.
Æskuást, Ég vildi, Þróun, Sumardagurinn fyrsti, Bæn Anna Kristín Arngrímsdóttir.
Upplestur. Kafli úr bókinni Ég man þá tíð e. Steingrím. Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri.
Upplestur úr bókinni Litla gula hænan eftir Steingrím. Móeiður Júníusdóttir.
Minningarorð um Steingrím eftir Stefán Jónsson.
Milli atriða og í lok þáttarins er leikið lagið Það er leikur að læra, þýskt þjóðlag í úts. Delle Haensch, leikið af kór og hljómsveit Max Gregers, af plötu.
Umsjón: Stefán Júlíusson, rithöfundur. Áður á dagskrá í ágúst 1979.

Um leikritið Galdra-Loft, tilurð, áhrif og túlkendur og höfund þess Jóhann Sigurjónsson.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
(Frá 1996)
Fyrri þáttur af tveimur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um leikritið Galdra-Loft, tilurð, áhrif og túlkendur og höfund þess Jóhann Sigurjónsson.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
(Frá 1996)
Síðari þáttur af tveimur.

Sigurður Bjarnason alþingismaður Norður-Ísfirðinga og Vestfirðinga árin 1942-1959 og 1963-1970 gengdi mörgum trúnaðarstörfum; var m.a. sendiherra og formaður Útvarpsráðs.
Sigurður talar Vestfirsku : Vestfirska. Dögun hins fyrsta vordags, hefur sinn ilm. Sköpunarverk :
Sagan af Berthram í Furuvík og Álfheiði : Fertram : Álfheiður : Tímóteus Dósóþeusson, kurteisasti maður.
Íslenska þjóðin hefur orðið fyrir mannskaða : mannskaði : 54 sjómenn hafa farist.
Áður á dagskrá á sumardaginn fyrsta 1963.

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Fram og til baka fagnar sumardeginum fyrsta með langri útgáfu á Rás 2. Gestur í fimmunni er Fanney Benjamínsdóttir verkefnastjóri hjá Bókmenntahátíð í Reykjavík en hún segir af fimm borgum sem höfðu áhrif á líf hennar. Svo kemur Flosi Jón Ófeigsson í heimsókn og við skoðum bestu Eurovisionlög ársins en Alla leið byrjar í sjónvarpinu á laugardaginn. Að lokum er það svo sumardrengurinn Sigurður Þór Óskarsson en hann hefur sagt skilið við leikhúsið og við spyrjum - hvað ertu eiginlega að gera?
svo er auðvitað sumartónlistin í aðalhlutverki.
Útvarpsfréttir.
Rússar drápu að minnsta kosti átta og særðu tugi annarra í loftárásum á Kænugarð í nótt, þá mannskæðustu í tæpt ár. Úkraínuforseti snýr heim úr opinberri heimsókn til Suður-Afríku, fyrr en áætlað var, vegna þessa.
Tveir menn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Annar er leigubílsstjóri og ók hann konu á heimili vinar síns þar sem þeir brutu á henni.
Viðskipti Reykjavíkurborgar við Icelandair hafa verið rúmlega nífalt meiri en við lággjaldaflugfélagið Play. Borgarfulltrúi vill að farið verði ofan í saumana á kostnaðinum.
Forsætisráðherra Indlands ætlar að refsa þeim harkalega sem drápu 26 í mannskæðri hryðjuverkaárás á þriðjudag, í umdeilda héraðinu Kasmír.
Eldur kviknaði í húsnæði fyrirtækisins AB varahluta á Selfossi í gær. Líklegt er að kviknað hafi í út frá hleðslurafhlöðum.
Öldrunarlæknir segir tilkomu alzheimerslyfsins Leqembi hafa mikla þýðingu fyrir sjúklinga. Lyfjastofnun veitti markaðsleyfi fyrir lyfinu fyrr í mánuðinum.
Ekki er öll von úti með að sumarið verði gott á sunnan- og vestanverðu landinu þótt vetur og sumar hafi ekki frosið saman. Veðurfræðingur segir misskilnings gæta um þjóðsöguna um sumardaginn fyrsta -- sem er í dag.

Hvaða svipmyndir af skólastarfi og hvaða viðhorf til náms og menntunar birtast í textum íslenskra dægurlagatextahöfunda? Meistaranemi í stjórnun menntastofnana segir frá nýrri rannsókn um efnið og tveir prófessorar við Menntavísindasvið HÍ rýna með honum í niðurstöðurnar. Einn höfundanna segir frá textum hans um unglingsstelpu í uppreisn og kvíðna stráka í hefndarhug. Umsjón með þáttunum hefur Karl Hallgrímsson. Viðmælendur eru Berglind Rós Magnúsdóttir, Ársæll Már Arnarsson og Gunnar Lárus Hjálmarsson.
Í þessum þáttum verður fjallað um plötur sem allar eiga það sameiginlegt að vera þrítugar á árinu, mikilsmetnar og óumdeildar. Dagskrágerðarfólk Rásar 2 valdi plöturnar.
Í þessum þætti verður fjallað um íslenskar tímamótaplötur sem standa á þrítugu. Plöturnar eru eftirfarandi: Emilíana Torrini - Crouçie D'Où Là, Botnleðja - Drullumall, Gus Gus -Gus Gus, Maus – Ghostsongs, KK - Gleðifólk og Björk - Post.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.