Saga jökuls

1. þáttur

Í þessum fyrri þætti er fjallað um ferðir þriggja bændasona þvert yfir Vatnajökul 1926 og sagt frá Sænsk-íslenska leiðangrinum upp á Vatnajökul 1936. Bændur í Hoffelli þekktu vel til Hoffellsjökuls svo framlag þeirra og þekking nýttist til leiðangursins og rannsókna á jöklinum með ýmsum hætti.

Viðmælendur eru Dr. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands og Sigurbjörg Helgadóttir frá Hoffelli.

Einnig heyrast brot úr gömlu viðtali við Helga Guðmundsson, bónda í Hoffelli. Viðtalið tók Hallfreður Örn Eiríksson við Helga árið 1966 og kemur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunnar; ismus.is

Frumflutt

24. apríl 2025

Aðgengilegt til

24. apríl 2026
Saga jökuls

Saga jökuls

Óvíða í veröldinni hefur sambúð manns og jökla verið eins náin og í Austur-Skaftafellssýslu. Hoffellsjökull er einn skriðjökla Vatnajökuls og jökullinn hefur mótað líf þeirra sem hafa alist upp á bæjunum í Hoffelli. Saga hans - og saga okkar er samofin á ýmsa vegu og um það fjalla þessir þættir, Saga jökuls.

Umsjón: Brynja Dögg Friðriksdóttir

,