Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fórum út og suður í þættinum í dag. Við forvitnuðumst um Úsbekistan. Úsbekistan er fjölmennt mið-asíuríki; fyrrum Sovétlýðveldi; tví-landlukt og ríkt af auðlindum. Víðir Reynisson alþingismaður var þar á fundi á dögunum, hann sagði okkur ferðasöguna.
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Þýskalandi. Arthur Björgvin Bollason gerði grein fyrir henni í Berlínarspjalli dagsins. Hann sagði líka frá tilraunum til að lokka vísindafólk, sem nú vill yfirgefa Bandaríkin, til Þýskalands, og frá umræðum um símabann í skólum.
Svo voru það tollar og alþjóðaviðskipti. Trump Bandaríkjaforseti setti allt á annan endann um daginn þegar hann boðaði ofurtolla á mörg ríki heims. Svo setti hann málið á ís nema gagnvart Kína og eiga ríkin nú í harðvítugu tollastríði. Við ræddum þessa stöðu við Guðmund Jónsson, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í hagsögu.
Tónlist:
Dátar - Leyndarmál.
Sextett Ólafs Gauks - Undarlegt með unga menn.
Adda Örnólfs - Kæri Jón.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kallar eftir hugmyndum um nýtt nafn fyrir félagið. Þegar félagasamtökin voru stofnuð, um miðja síðustu öld, geysaði skæð farsótt, lömunarveikin, sem lagðist af þunga á fjölmörg börn og ungt fólk. Tímarnir hafa breyst og margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu og enn er ýmsir þröskuldar á vegi fólks með fötlun, áþreifanlegir og óáþreifanlegir. Bergljót Borg, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, kom í þáttinn og sagði okkur sögu samtakanna og leitinni að nýja nafninu, sem þau vilji að verði einkennandi fyrir gildi, starfsemi og framtíðarsýn félagsins.
Jazzsöngkonur koma saman síðasta vetrardag og syngja lög þekktra söngkvenna eins og Peggy Lee, Judy Garland, Julie London og fleiri. Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns og Silva Þórðar, þrjár af fimm söngkonum sem koma fram á tónleikunum, komu til okkar í dag og spjölluðu um líf jazzsöngkonunnar og þau verkefni sem þær eru að fást við.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið, en í dag ræddi við okkur um borgarskóga og áhrif þeirra á til dæmis veðurfar. Hann talaði um umskiptin í veðrinu framundan og hugtakið páskahret og svo auðvitað að skoðaði hann aðeins páskaveðrið sem lítur bara nokkuð vel út víðast hvar um landið.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég hef heyrt / BG og Ingibjörg (Lois Armstrong, texti BG og Ingibjörg)
Fever / Peggy Lee (John Davenport og Eddie Cooley)
Tenderly / Rosemary Clooney (Walter Cross og J.Lawrence)
Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Hachidai Nakamura & Rokusuke Ei)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Stjórnendur fyrirtækisins Janusar settu íslenska ríkinu fjölþætt skilyrði í viðræðum um mögulegan nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Skilyrðin voru meðal annars þau að eftir að íslenska ríkið myndi taka Janus yfir yrði starfsemin að öllu leyti óbreytt. Þá er átt við sama skipulag, stjórnun og starfsmannahald.
Eitt af því sem fólst í skilyrðunum var að engar breytingar yrðu gerðar á kjörum starfsfólks. Samkvæmt athugun heilbrigðisráðuneytisins reyndust laun starfsmanna Janusar vera umtalsvert hærri en laun sambærilegra starfsmanna þeirra stofnana sem rætt var við.
Umfjöllun um framtíð Janusar hefur verið verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum síðustu vikunnar. Janus er starfs-og endurhæfingarfyrirtæki sem aðstoðar börn og fullorðna sem glíma við alls kyns erfiðleika að komast aftur á vinnumarkaðinn í nám eða við að bæta lífsgæði þeirra.
Skjólstæðingar og aðstandendur barna og fullorðinna sem hafa verið hjá Janusi eru margir hverjir ekki sáttir við fyrirhugaða lokun úræðisins og hafa látið talsvert í sér heyra á opinberum vettvangi vegna þess.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þingveturinn hefur verið forvitnilegur - ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum rétt fyrir jól og þing var svo sett 4. febrúar síðastliðinn. Þetta hefur því ekki verið langur tími hjá nýrri ríkisstjórn en við fórum yfir þingveturinn með Magnúsi Geir Eyjólfssyni, þingfréttaritara RÚV.
Í 103 ára gömlu 800 fermetra húsi við Sólvallagötu í Reykjavík er að finna Hússtjórnarskólann í Reykjavík en þar læra nemendur ýmislegt gagnlegt. Fyrir utan það augljósa - að matreiða og sauma, þá er líka kennd ræsting, blettahreinsun og að strauja. Nýlega hafa bæst við námskeið fyrir börn á aldrinum 6-15 ára.
Samfélagið kíkti í heimsókn í skólann sem staðsettur er í einu fallega húsi landsins, að Sólvallagötu 12. Við förum í fylgd Kristínar Láru Torfadóttur kennara við skólann en ræðum einnig við kennarana Katrínu Jóhannesdóttur og Eddu Guðmundsdóttur ásamt nemendum við skólann.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-15
Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Streets Of Philadelphia.
Diana Ross og Marvin Gaye - Just say, just say
GDRN - Vorið
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónskáldið Þráinn Hjálmarsson féll snemma fyrir þverflautu sem barn, en smám saman náði fræðilegur áhugi á tónlist yfirhöndinni. Samspil arkitektúrs og ómrýmis er honum hugleikið, ekki síður en það hvernig megi enduspegla og skoða heiminn með tónlist. Hann er líka höfundur þránófónsins.
Lagalisti:
Influence of buildings on musical tone - Influence of buildings on musical tone
ÚÚ 7 - 6
Volume 1 = Hefti 1 - Kosko
Óútgefið - Perpendicular / Slightly tilted
Influence of buildings on musical tone - Grisaille
Tvær hliðar - Recitar cantato / Speaking in song
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti eru lesnar þrjár sögur eftir rússneska skáldsnillinginn Anton Chekhov en þær eiga allar sameiginlegt að vera með þeim allra fyrstu sem birtust á íslensku eftir höfundinn, eða á árunum 1929-1939 í Fálkanum, Sögum misserisriti og einu af allra fyrstu tölublöðum Vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta eru sögur tveggja stráka sem urðu óvænt andlit alnæmis í fjölmiðlum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ryan White í Bandaríkjunum og Nkosi Johnson í Suður-Afríku. Þeir soguðust inn í atburðarás sem þeir höfðu enga stjórn á. Hvorugur þeirra fékk að mæta í skólann með jafnöldrum sínum eftir að það varð opinbert að þeir væru sýktir af HIV-veirunni. En hún smitast ekki milli fólks í hversdagslegum aðstæðum eins og við leik og nám í skóla. Hvers vegna var fólk þá svona hrætt við að umgangast þá?
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Í þættinum verður lög áhersla á starf franska hljómsveitarstjórans Jean-Pierre Jacquillat. Leikin verða verk frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljómsveitarverkið Hymne au Saint Sacrement eftir Olivier Mesiaen, hljóðritun frá árinu 1979. Tvær aríur í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Kristins Sigmundssonar frá árinu 1985. - Per me giunto é il di supremo úr óperunni Don Carlos eftir Guiseppe Verdi og aríaln Pietá, rispetto amore úr óperunni Machbeth eftir Guiseppe Verdi. Að lokum forleikurinn að Daumur á Jónsmessunótt eftir Felix Mendelssohn. Í lok þáttar er lesið úr bréfi Jena-Pierre Jacquillat til Sverris Hermannssonar þáverandi Menntamálaráðherra um sýn hans á hljómsveitina að loknu starfsári 1986.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þingveturinn hefur verið forvitnilegur - ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum rétt fyrir jól og þing var svo sett 4. febrúar síðastliðinn. Þetta hefur því ekki verið langur tími hjá nýrri ríkisstjórn en við fórum yfir þingveturinn með Magnúsi Geir Eyjólfssyni, þingfréttaritara RÚV.
Í 103 ára gömlu 800 fermetra húsi við Sólvallagötu í Reykjavík er að finna Hússtjórnarskólann í Reykjavík en þar læra nemendur ýmislegt gagnlegt. Fyrir utan það augljósa - að matreiða og sauma, þá er líka kennd ræsting, blettahreinsun og að strauja. Nýlega hafa bæst við námskeið fyrir börn á aldrinum 6-15 ára.
Samfélagið kíkti í heimsókn í skólann sem staðsettur er í einu fallega húsi landsins, að Sólvallagötu 12. Við förum í fylgd Kristínar Láru Torfadóttur kennara við skólann en ræðum einnig við kennarana Katrínu Jóhannesdóttur og Eddu Guðmundsdóttur ásamt nemendum við skólann.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-15
Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Streets Of Philadelphia.
Diana Ross og Marvin Gaye - Just say, just say
GDRN - Vorið

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.
Sjöundi lestur af 26.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kallar eftir hugmyndum um nýtt nafn fyrir félagið. Þegar félagasamtökin voru stofnuð, um miðja síðustu öld, geysaði skæð farsótt, lömunarveikin, sem lagðist af þunga á fjölmörg börn og ungt fólk. Tímarnir hafa breyst og margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu og enn er ýmsir þröskuldar á vegi fólks með fötlun, áþreifanlegir og óáþreifanlegir. Bergljót Borg, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, kom í þáttinn og sagði okkur sögu samtakanna og leitinni að nýja nafninu, sem þau vilji að verði einkennandi fyrir gildi, starfsemi og framtíðarsýn félagsins.
Jazzsöngkonur koma saman síðasta vetrardag og syngja lög þekktra söngkvenna eins og Peggy Lee, Judy Garland, Julie London og fleiri. Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns og Silva Þórðar, þrjár af fimm söngkonum sem koma fram á tónleikunum, komu til okkar í dag og spjölluðu um líf jazzsöngkonunnar og þau verkefni sem þær eru að fást við.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið, en í dag ræddi við okkur um borgarskóga og áhrif þeirra á til dæmis veðurfar. Hann talaði um umskiptin í veðrinu framundan og hugtakið páskahret og svo auðvitað að skoðaði hann aðeins páskaveðrið sem lítur bara nokkuð vel út víðast hvar um landið.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég hef heyrt / BG og Ingibjörg (Lois Armstrong, texti BG og Ingibjörg)
Fever / Peggy Lee (John Davenport og Eddie Cooley)
Tenderly / Rosemary Clooney (Walter Cross og J.Lawrence)
Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Hachidai Nakamura & Rokusuke Ei)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Helga Hilmisdóttir, rannsóknarprófessor sem þekkir vel til í finnskum stjórnmálum og samfélagi, ræðir við mig um niðurstöður kosninga þar í landi og breytta heimsmynd í upphafi þáttar.
Gert er ráð fyrir að Christine Lagarde bankastjóri Evrópska seðlabankans lækki stýrivexti bankans á skírdag. Eiríkur Ragnarsson, hagfræðingur, ræðir við mig um áhrif tollastefnu Trump á Evrópu og efnahaginn á evrusvæðinu sem nokkuð er deilt um þessa dagana.
Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Persónuverndar, verður gestur minn fyrir átta fréttir þegar við ræðum umræðu um að evrópskt regluverk komi í veg fyrir tækniframfarir og dragi úr samkeppnishæfni.
Þær eru ófáar fermingarnar þessa dagana. Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, stendur í ströngu og ræðir við mig um það sem unga fólkið nefnir helst í fermingarfræðslunni og church bro-áhrifin.
Sævar Helgi Bragason ræðir við mig um fréttir úr heimi vísindanna.
Fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar lýkur grunnskólanámi í vor. Barna- og menntamálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af skorti á framhaldsskólaplássum í haust því ráðstafanir verði gerðar. Ég ræði við Guðjón Hrein Hauksson, formann Félags framhaldsskólakennara, um þessar ráðstafanir og um breytingar á inntökuferlinu.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum nokkur ný og spennandi lög í þætti dagsins.
Nýtt frá Bubba, Arcade Fire, Pulp og Bogomil Font.
Plata vikunnar var á sínum stað páskadagskrá Rásar 2 var aðeins skoðuð en hún verður glæsileg.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-15
BAGGALÚTUR - Gjöf.
DIKTA - Thank You.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Dagar Og Nætur.
Cyrus, Miley - End of the World (Radio Edit).
Auðunn Lúthersson - Sofðu rótt.
PÁLL ÓSKAR - Líður aðeins betur.
Skítamórall - Hún.
TONE LOC - Wild Thing.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Þú trumpar ekki ástina.
Perez, Gigi - Chemistry.
KORGIS - Everybody's Got to Learn Sometime (80).
Laufey - Silver Lining.
Arcade Fire - Year of the Snake (bonus track).
Sheeran, Ed - Azizam.
4 NON BLONDES - What's up?.
Hljómar - Tasko Tostada.
Pulp - Spike Island.
SAGES, Loreen, SinfoniaNord, Ólafur Arnalds - In the Sound of Breathing.
GO WEST - We Close Our Eyes (80).
CMAT - Running/Planning.
Wet Leg - Catch These Fists.
Stereolab - Aerial Troubles.
AMABADAMA - HossaHossa.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Mundu mig (feat. Elín Hall).
Velvet Underground - Sunday morning.
PRINCE - Alphabet St. (80).
RUFUS WAINWRIGHT - Going To A Town.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
RADIOHEAD - Fake Plastic Trees.
PUBLIC ENEMY - Give it up.
HARRY STYLES - Music For a Sushi Restaurant.
200.000 NAGLBÍTAR - Dagar lúta höfði.
KALEO - Glass House (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
MUGISON - Gúanóstelpan (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
HELGI BJÖRNS & STÓRSVEIT VESTFJARÐA - Halló ég elska þig (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Barnagælur.
KALEO - Glass House (Live - Aldrei fór ég suður 2014).
GALA - Freed from desire.
GDRN, FLÓNI & SINFÓ - Lætur mig.
Amor Vincit Omnia - Do You.
EDDIE VEDDER - Society.
Chappell Roan - The Giver.
Sigur Rós - Gold.
Grace Jones - La vien rose
Laufey - From the start
Júníus Meyvant - Raining over fire

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson