17:25
Orð af orði
Orð af orði

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.

Rödd úr fjarlægri fortíð hljómar í Orði af orði. Runólfur Runólfsson fæddist í Meðallandi í Skaftafellssýslu 1849 og árið 1949 var tekið útvarpsviðtal við hann í tilefni af hundrað ára afmælinu hans. Tæpum 70 árum síðar er spilað brot úr viðtalinu í þættinum Orð af orði. Kista RÚV geymir fjársjóði á borð við þetta gamla viðtal. Hreinn Valdimarsson tæknimaður segir frá frá hreinsun á gömulum upptökum og varðveislu þeirra. Auk Runólfs heyrist í Helga Hjörvar, Sigrúnu Ögmundsdóttur, Jóni Þorvarðarsyni, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, Jóhannesi Kjarval, Henrik Ottóssyni, Stefáni Jónssyni og Alexander Einarssyni.

Þátturinn var áður á dagskrá 17. júní 2018.

Umsjón hafði Anna Sigríður Þráinsdóttir

Tæknimaður var Úlfhildur Eysteinsdóttir

Er aðgengilegt til 14. september 2026.
Lengd: 34 mín.
e
Endurflutt.
,