„Hverra manna ert þú?“ er algeng spurning hér á landi þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn. En hvað ef við spyrjum aðra manneskju þessarar spurningar og svarið leiðir út fyrir landsteinana? Í þáttaröðinni Hverra manna segja bæði innfæddir Íslendingar og innflytjendur frá ömmum og öfum sínum af erlendum uppruna; ömmur og afar sem ólu þau upp, gáfu þeim innsýn inn í fortíðina eða hjálpuðu þeim að skilja sjálfa sig.
Umsjón: Jelena Ćirić
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Myndirnar sem prýða kynningarefni eru af Salah el Din Hafez Awad og Afaf (Fifi) Abdel Lazim Lotfy.
Jelena Bjeletić segir frá ömmu sinni Stamenku sem ól hana upp í serbnesku sveitinni og birtist henni reglulega í gegnum annað fólk.
Viðmælandi: Jelena Bjeletić
Tónlist:
Nick Drake – Horn
Hljómsveitin frá Radujevac – Doina si ora din radujevac
Vasilija Radojčić – Veseli se kućni domaćine
Þorleifur Gaukur Davíðsson – Passing of Time
Jónsi – Heaven
Serbnesk þjóðlagatónlist: Karanfile, cveće moje; Nema raja bez rodnoga kraja