21:30
Kúrs
Er það dauðasynd að fleygja bók?
Kúrs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.

Er bókastaflinn að sliga þig? Siturðu uppi með ritsöfnin hans langafa og

veist ekki hvað þú átt að gera við þau. Í þessum þætti er þeirri spurningu velt upp hvort það sé

dauðasynd að fleygja bók? Rætt verður við sérfræðinga á þessu sviði, þá Bjarna Harðarson og

Eirík Ágúst Guðjónsson fornbókasala en einnig fáum við sjónarhorn Sigríðar Hagalín

Björnsdóttur rithöfundar á því hvort það sé tilfinningalega sárt þegar bókunum hennar er hent.

Umsjón: Guðrún Lilja Magnúsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 31 mín.
e
Endurflutt.
,