10:15
Stillansinn
7. þáttur: Tónlist sem lifandi vera og hljómblær Báru Gísla
Benedikt Hermannsson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Þegar tónlistarnemendur fara að glugga í erlendar bækur um tónfræði fer orðið timbre að birtast reglulega. Orðabókaskilgreiningin á timbre er hljómblær, eitthvað sem lýsir áferð fremur en nótum, tónbilum eða takti. Í þættinum ræðir Bára Gísladóttir um áferð hljóðs, hljómblæ, yfirtóna, ljós og myrkur - og tónlist sem lifandi veru.
Ljósmynd: RUI CAMILO
Umsjón: Benedikt Hermann Hermannsson
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.