
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Alþjóðleg Bókmenntahátíð í Reykjavík setti svip sinn á borgina þessa vikuna. Hún var sett í 17. sinn og það á 40 ára afmæli fyrstu hátíðarinnar, á alþjóðlegum degi bókarinnar á ári ljóðsins á afmæli Laxness, Shakespeares og Cervates. Bókmenntastjörnurnar röðuðu sér upp. Sex bókabúðir í borginni tóku einnig þátt í fyrsta alþjóðlega bókabúðaröltinu, Global Book Crawl, og það iðaði allt af bókmenntaþyrstu fólki. Í þættinum lítum við inn á nokkra viðburði, kynnum okkur hitt og þetta sem gerðist á bókmenntahátíð, sér í lagi fyrstu dagana. Ræðum við Knut Ödegaard og Gerði Kristnýju um nýtt ljóðasafn, Áður en Hrafnarnir sækja okkur, förum á smá bókabúðarölt og ræðum við Erlu Elíasdóttur Völudóttur um einn af erlendu gestunum á Bókmenntahátíð, Pajtim Statovci.
Viðmælendur: Einar Björn Magnússon, James Tomasino, Knut Ødegård, Gerður Kristný og Erla Elíasdóttir Völudóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson