12:40
Heimskviður
218 - Trump 2028 og eiturlyfjaframleiðsla
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Donald Trump virðist orðið meira alvara um að bjóða sig aftur til forseta Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili, þrátt fyrir að stjórnarskráin heimili það ekki. Getur Trump boðið sig fram aftur? Gæti hann orðið einræðisherra Bandaríkjanna? Oddur Þórðarson kynnti sér málið.

Dæmi eru um það að glæpagengi nái að leggja undir sig heilu landsvæðin eru þekkt meðal annars frá Suður-Ameríku, þar sem framleiðsla og dreifing á fíkniefnum hefur víða fjármagnað uppreisnar- og glæpahópa. Þegar ógnarstjórn Bashars al-Assads féll í Sýrlandi í desember síðastliðnum blasti við heiminum að Sýrland hafði verið fikniefnaríki, narco state, ríki þar sem stjórnvöld höfðu fjármagnað ríkissjóð að miklu eða mestu leyti með framleiðslu og dreifingu á amfetamíni, eða Captagon. Þróunin í Sýrlandi er vísbending um það hve miklir fjármunir eru á ferð í neðanjarðarhagkerfinu, en líka um það hvernig efnafræðingar eru komnir í lykilhlutverk í framleiðslu á vímuefnum víða um heim. Árni Matthíasson fjallar um málið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 48 mín.
,