12:42
Þetta helst
Áskoranir uppkominna fósturbarna
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Börn sem tekin eru af foreldrum sínum og sett í fóstur virðast eiga margt sameiginlegt þegar þau fullorðnast. Nýleg íslensk rannsókn á afdrifum fósturbarna gefur til kynna að ískyggilega mörg glími við andlega vanlíðan. Yfirgnæfandi meirihluti uppkominna fósturbarna höfðu til dæmis íhugað eða reynt sjálfsvíg.

Rætt er við Freydísi Jónu Freysteinsdóttur félagsfræðing, uppkomið fósturbarn og fósturforeldrið Önnu Margréti Hrólfsdóttur. Umsjón: Þóra Tómasdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,