16:05
Víðsjá
Flóðreka, Tíðir og myndlistarpistill Rögnu Sigurðardóttur
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Á laugardag frumsýnir Íslenski dansflokkurinn glænýtt verk, Flóðreka, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Flóðreka sprettur upp úr samstarfi danshöfundarins Aðalheiðar Halldórsdóttur, Jónsa úr Sigur Rós og ÍD, en verkið er innblásið af rómaðri sýningu Jónsa, Flóði, sem sýnd var í Listasafni Reykjavíkur á síðasta ári. Við stígum inn í heim náttúruaflanna með danshöfundinum, Aðalheiði Halldórsdóttur, í þætti dagsins. Myndlistarpistill Rögnu Sigurðardóttur tengist líka náttúruöflunum, en að þessu sinni fjallar hún um tvær sýningar á Sequences, samsýningu í Norræna húsinu og sýningu Írisar Maríu Leifsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Veðruð verk, Við kynnum okkur líka nýtt útilistaverk við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem valið var úr fjölda innsendra tillaga í samkeppni á vegum Faxaflóahafna. Verkið heitir Tíðir og er eftir myndlistarmanninn Huldu Rós Guðnadóttur, fornleifafræðinginn Gísla Pálsson og arkitektinn Hildigunni Sverrisdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,