07:03
Morgunvaktin
Tansanía, Suðurnes og Salka Valka
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann, og aðalmálið á dagskrá var Tansanía. Jón Geir Pétursson, prófessor við Háskóla Íslands, þekkir vel til þar og þeir ræddu um fortíðina og ólguna sem nú ríkir.

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, var á línunni en Suðurnesjamenn sáu ástæðu til þess nýverið að minna ríkisvaldið á að svæðið er landsbyggð þrátt fyrir nálægð við höfuðborgarsvæðið.

Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og leikstjóri, var síðasti gestur þáttarins en hún undirbýr nú nýtt leikverk byggt á bók Halldórs Laxness, Sölku Völku.

Tónlist:

Blossom Dearie ofl - Someone to watch over me.

Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mugison - Til lífsins í ást.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,