23:05
Lestin
Digital Ísland, Víkin, Felix og Klara
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Hver er munurinn á því að gera rapp og danstónlist? Þórir Már (mistersir), Arnar Ingi (Young Nazareth) og Tatjana Dís (ex.girls) eru hljómsveitin Digital Ísland. Þau troða upp á Lemmy á laugardaginn á Iceland Airwaves sem hefst í dag.

Kolbeinn Rastrick fór á Víkina í bíó, en það er nýr íslenskur spennutryllir í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar. Og Brynja Hjálmsdóttir fer í saumana á þáttunum Felix og Klara sem eru sýndir í Ríkissjónvarpinu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,