Benedikt Hermannsson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Benedikt H. Hermannsson ræðir við Sóleyju Stefánsdóttur um tilfinningar í tónlist, óstöðugar tónhæðir, femínisma og leit hennar að einfaldleikanum.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Rithöfundurinn Gerður Kristný tekur með sér eftirlætistónlistina, eina góða bók og hlut að eigin vali á eyðibýli. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir
Íslenskur og sænskur kórsöngur af ýmsu tagi er í fyrirrúmi í þættinum. Þar að auki er flutt í tveimur hlutum brot úr erindi sem Stefán Einarsson prófessor flutti í útvarpsþætti árið 1960 og hann nefndi Um uppruna Íslendinga.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.
Nemendur í 10. bekk eru þessar vikurnar að sækja um framhaldsskólavist fyrir næsta vetur og möguleikarnir eru margir á þessum kaflaskilum í skólagöngu þeirra. Um leið er ekki sjálfgefið að fá inngöngu í skólann sem er efstur á óskalistanum – nema að nemandinn sé með annaðhvort A eða B plús í öllu. Og er A í einum skóla það sama og A í öðrum?
Ef nemandi er með fötlun eða erlendan bakgrunn er síðan alls ekki víst að skólinn sem viðkomandi hugnast best geti tekið á móti honum og framhaldsskólarnir eru misvinsælir. Því skipta lokaeinkunnir úr grunnskóla sköpum ef sótt er um vinsælustu framhaldsskólana. Í þáttaröðinni Kaflaskil er rætt við fólk sem þekkir vel til í völundarhúsi menntakerfisins á Íslandi.
Þáttaröðin Kaflaskil er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Við komumst ekki í gegnum lífið án stuðnings. Sumir þurfa meiri stuðning en aðrir. Íslenska skólakerfið á að vera án aðgreiningar, en er það svo? Ungmenni með fatlanir þurfa að sækja um framhaldsskóla í febrúar, sem sagt ekki á sama tíma og önnur ungmenni. Og það eru ekki óskir þeirra sem hafa mest um það að segja í hvaða skóla þau fá inngöngu í heldur er það fötlunin. Hvort þau passa inn í boxið sem skólinn getur boðið þeim upp á. Í þættinum er einnig fjallað um fjölbreytt námsmat. Viðmælendur í fjórða þætti Kaflaskila eru: Anna Björk Sverrisdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Gunnar Gíslason, Ívar Rafn Jónsson, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir, Ómar Örn Magnússon og nemendur í tíunda bekk Laugalækjarskóla.
Guðsþjónusta.
Séra Helga Kolbeinsdóttir og séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjóna fyrir altari og séra Helga prédikar.
Organisti er Rafn Hlíðkvist Björgvinsson sem jafnframt stjórnar Kór Njarðvíkurkirkju og leikur á píanó.
Séra Brynja Vigdís les ritningarlestra.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Gröfin er tóm. Lag: David André Östby. Texti: Fanny K. Tryggvadóttir.
Sálmur 265. Þig lofar, faðir, líf og önd. Lag: 10. öld, N.Decious. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Útsetning: Óskar Einarsson.
Sálmur 494. Drottinn, Guðs sonur. Írskt þjóðlag. Texti: Sigurbjörn Einarsson.
Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð. Texti: Sálmur 51:12-14. Lag: Höfundur ókunnur.
Sálmur 528. Í orði Guðs. Lag: Sigurður Flosason. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Staðföst trúum við. Lag: CeCe Winans, Dwan Hill, Kyle Lee og Mitch Wong. Texti: Íris Guðmundsdóttir.
Forspil: Prelude in C major, BWV 553 - Johann Sebastian Bach.
Eftir predikun:
Sálmur 163. Vér horfum allir upp til þín. Lag: Stefán Arason. Texti: Páll Jónsson.
Sálmur 535. Í bljúgri bæn. Bandarískt þjóðlag. Texti: Pétur Þórarinsson.
Sálmur 242. Megi gæfan þig geyma. Lag: Nickomo Clarke. Texti: Bjarni Stefán Konráðsson.
Eftirspil: Um alla eilífð lofa ég minn Guð. Lag: Roland Utbult. Texti: Guðni Einarsson. Útsetning: Óskar Einarsson.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um átökin um Kasmír-héraðið.Hvað er að gerast milli Indlands og Pakistan og hver er saga þessara tveggja landa?

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum þætti verður ræktun á svölum tekin fyrir. Við byrjum á því að heimsækja Þórhildi Elínardóttur sem er að undirbúa sig undir það að fara með fyrstu plönturnar út á svalir, en móðir hennar Elín Skeggjadóttir hafði forræktað plöntur til að koma henni af stað í ræktuninni. Elín er með mikla reynslu og gefur dóttur sinni og hlustendum góð ráð. Matarkista á svalirnar er frábær gjöf sem getur glatt og gefið af sér allt sumarið og fram á haust. Vilmundur Hansen starfsmaður Garðheima leiðbeindi okkur í innkaupunum og í lok þáttarins afhendum við nákomnum ættingja, söngvaranum Gissuri Páli Gissurasyni og konu hans Sigrúnu Daníelsdóttur Flóvenz gjafapakka svala-ræktendans.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Jóna G. Kolbrúnardóttir sópransöngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja ljóðatónlist eftir Clöru Schumann (1819-1896) og Franz Schubert (1797-1828) á tónleikum í Hannesarholti. Verkefnavalið samanstendur af völdum ljóðum eftir F. Schubert og flokkunum Opus 12 og 13 eftir C. Schumann. Í ljóðunum er náttúran í fyrirrúmi og endurspeglar ólíkar birtingarmyndir ástarinnar, margslungnar tilfinningar og drauma mannsins.
F. Schubert lést aðeins 31 árs gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var Schubert ótrúlega afkastamikill. Hann samdi yfir 600 söngljóð (Lieder) og hafði áhrif á fjölda tónskálda, þar á meðal Clöru Schumann, Robert Schumann, Johannes Brahms, Richard Strauss og fleiri. Schubert er talinn brautryðjandi þýska söngljóðsins (Lied). Hann bjó yfir einstökum hæfileikum til að tjá hinar dýpstu tilfinningar ljóðanna í fallegum og flæðandi laglínum. Í söngljóðum Schuberts gildir jafnræði milli söngraddarinnar og tóna píanósins, sem dýpka skilning okkar á ljóðinu í sameiningu.
C. Schumann skilur einnig eftir sig fjöldann allan af tónsmíðum, þrátt fyrir að hafa nánast hætt að semja eftir að hún giftist tónskáldinu Robert Schumann. En líkt og söngljóð Schuberts þá
fléttar Schumann píanóleikinn og söngröddina einstaklega vel saman. Línurnar mynda eina heild og tilfinningar ljóðsins komast fullkomnlega til skila. Hún var eftirsóttur og virtúósískur
píanóleikari í sinni tíð, og greina má snilli hennar í píanóparti söngljóðanna.
Franz Schubert
Seligkeit – L. H. Chr. Hölty
Clara Schumann – Op. 13
1. Ich stand in dunklen Träumen – Heinrich Heine
2. Sie liebten sich beide – Heinrich Heine
3. Die Liebe sass als Nachtigall – Emanuel Geibel
4. Der Mond kommt still gegangen – Emanuel Geibel
5. Ich hab’ in deinem Auge – Friedrich Rückert
6. Die stille Lotusblume – Emanuel Geibel
Franz Schubert
Frühlingsglaube – L. Uhland
Im Freien – J. G. Seidl
Fischerweise – Franz v. Schlechta
Im Abendrot – Carl Lappe
Sprache der Liebe – Aug. Wilh. Schlegel
Gretchen am Spinnrade úr “Faust” – Goethe
Clara Schumann – Op. 12
1. Er ist gekommen in Sturm und Regen – F. Rückert
2. Liebst du um Schönheit – F. Rückert
3. Warum willst du and’re fragen – F. Rückert
Franz Schubert
Nacht und Träume – Matthäus v. Collin
An die Musik
Einnig heyrist í þættinum:
Fuglar í búri - Jón Laxdal/Hannes Hafstein
Guðmundur Jónsson syngur og Ólafur V Albertsson leikur á píano.
Af minnistæðu fólki - Minning Bernharðs Stefánssonar um Hannes Hafstein úr þætti Gunnars Stefánssonar - Af minnistæðu fólki(2011)
Við Valagilsá - Árni Thorsteinsson/Hannes Hafstein
Guðmundur Jónsson, söng og Fritz Weisshappel lék á píanó í hljóðritun ríkisútvarpsins frá árinu 1954.
Landsýn, kvæði eftir Hannes Hafstein. Sigríður Schiöth les.
Úr útsæ rísa Íslands fjöll - Páll Ísólfsson/ Davíð Stefánsson Árnesingakórinn í Reykjavík - undir stj Þuríðar Pálsdóttur
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Grúskað í gömlu útvarpsefni sem geymt er í kistu Ríkisútvarpsins. Árni Böðvarsson velti fyrir sérhvort það ætti að búa til íslenskt heiti yfir tónlistarstefnuna jazz og hvað ætti að kalla slankbelti sem fólk, einkum konur, gengu í til að virðast spengilegri, í þættinum Daglegu máli árið 1954.
Benedikt Hermannsson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Benedikt H. Hermannsson ræðir við Sóleyju Stefánsdóttur um tilfinningar í tónlist, óstöðugar tónhæðir, femínisma og leit hennar að einfaldleikanum.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Védís Eva Guðmundsdóttir, hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur erlendis og hér á landi, en í dag rekur hún frönsku sælkeraverslunina Hyalin á Skólavörðustíg, ásamt eiginmanni sínum og er sest aftur á skólabekk, í þetta sinn í ritlist við Háskóla Íslands. En hún var auðvitað komin í þáttinn til að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Védís Eva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Orbital e. Samantha Harvey
Matrenescence e. Lucy Jones
Heyrnalaut lýðveldi e. Ilya Kaminski
Kafka á ströndinni, 1Q84 og fleiri bækur eftir Haruki Murakami
Himnaríki og helvíti og Fiskarnir hafa enga fætur e. Jón Kalmann

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum þætti verður ræktun á svölum tekin fyrir. Við byrjum á því að heimsækja Þórhildi Elínardóttur sem er að undirbúa sig undir það að fara með fyrstu plönturnar út á svalir, en móðir hennar Elín Skeggjadóttir hafði forræktað plöntur til að koma henni af stað í ræktuninni. Elín er með mikla reynslu og gefur dóttur sinni og hlustendum góð ráð. Matarkista á svalirnar er frábær gjöf sem getur glatt og gefið af sér allt sumarið og fram á haust. Vilmundur Hansen starfsmaður Garðheima leiðbeindi okkur í innkaupunum og í lok þáttarins afhendum við nákomnum ættingja, söngvaranum Gissuri Páli Gissurasyni og konu hans Sigrúnu Daníelsdóttur Flóvenz gjafapakka svala-ræktendans.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í Vídeótækinu er rýnt í kvikmyndasögu Íslands. Í þættinum er farið yfir fimm íslenskar kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa verið kenndar við að vera fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd. Gunnar Tómas Kristófersson kvikmyndafræðingur veitir innsýn í umræddar kvikmyndir og svarar því hvaða kvikmynd eigi titilinn raunverulega skilið.
Umsjón: Guðmundur Atli Hlynsson

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Óvíst er hvort til er í öðrum löndum ámóta fyrirbæri og hið íslenska "forystufé" sem leiðir annað sauðfé af mikilli dirfsku og gáfum. Í þessum þætti er litið í nokkrar frásagnir um þennan einstæða stofn og stuðst við frásagnir Óskars Stefánssonar af forystufé sem hann átti.

Tónlist úr ýmsum áttum.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 18. maí 1982 í Bretlandi var lagið A Little Peace með Nicole og heyrðum við lagið eins og það var flutt í Eurovison, á þýsku, Ein bisschen Frieden. Fine Young Cannibals áttu Eitís plötu vikunnar frá árinu 1985. Plata ber nafn sveitarinnar. Tanita Tikaram átti Nýjan ellismell vikunnar af nýrri plötu sem kemur út 10. október í haust. Lagið sem við heyrðum heitir This Perfect Friend.
Lagalisti:
Stuðmenn - Betri Tíð.
Barry White - Your the first, the last, my everything.
Paramore - Still into you.
Steve Winwood - While You See A Chance.
Bogomil Font og Greiningardeildin - Þú trumpar ekki ástina.
Oasis - Don't Go Away.
Sóstrandargæjarnir - Rangur maður.
Elton John og Brandi Carlisle - Who Believes In Angels?
Síðan Skein Sól - Klikkað.
Nicole - Ein bisschen Frieden.
KAJ - Bara bada bastu (Svíþjóð).
Haim - Down to be wrong.
JóiPé og Valdis - Þagnir hljóma vel.
The Clash- Should I Stay Or Should I Go.
Bjarni Arason - Geri það með þér.
Yazoo - Nobody's Diary.
14:00
VÆB - Róa.
Mugison - Stingum Af.
Shaboozey og Jelly Roll - Amen.
Miley Cyrus - End of the World.
Junior - Mama Used To Say.
Zoë Më - Voyage (Sviss).
Benson Boone - Beautiful Things.
Garbage - Stupid girl.
Fine Young Cannibals - Johnny Come Home.
Fine Young Cannibals - Blue.
Laufey - Tough Luck.
Twenty One Pilots - Stressed Out.
Sissal - Hallucination (Danmörk).
Mark Morrison - Return of the mack (C&J radio edit).
15:00
Laddi og Hljómsveit mannanna - 19 gráður.
Doechii - Anxiety.
Wallflowers - One Headlight.
Land og synir - Terlín.
Laid Back - Sunshine reggae.
Right Said Fred- I'm Too Sexy.
Selena Gomez og Benny Blanco - Talk.
Bob Marley - Buffalo soldier.
WHAM! - Club Tropicana.
Tanita Tikaram - This Perfect Friend.
Duran Duran - (Reach Up For The) Sunrise.
Ástrós Sigurjónsdóttir - Litblind.
Stephen "Tin Tin" Duffy - Kiss Me.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Dúettinn GG Glús var að senda frá sér plötuna Make it right sem er önnur stóra platan þeirra og í raun einskonar systurplata plötunnar Punch sem kom út 2019.
GG Blús er tveggja manna blúshljómsveit – skipuð þeim Gumma trommara og Gumma gítarleikara sem syngja báðir og svo eru þrjár konur gestir á plötunni, Brynhildur Oddsdóttir, Bryndís Ámundsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir. Þeir Gummi og Gummi koma í heimsókn í Rokkland.
Pétur Ben var með tónleika í Iðnó á fimmtudaginn en undanfarin 11 ár hefur hann eingöngu sent frá sér 2 ný frumsamnin lög, og það nýjasta; Painted blue pt. 2 kom út í vikunni. Pétur kemur í heimsókn.
Dóra og Döðlurnar kepptu í Músíktilraunum í ár í fjórða sinn. Þær ætluðu að vinna, en það gekk ekki eftir. Þær sendu nýverið frá sér lagið Leyndarmál og eru að spila hér og þar í sumar.
Þungarokkshljómsveitin Sleep Token frá London er leyndardómsfull og áhugaverð hljómsveit. Sleep Token var að senda frá sér plötu númer fjögur og hún fór beina leið í toppsæti Breska vinsældalistans núna í vikunni. Við kynnumst Sleep Token aðeins í Rokklandi vikunnar og minnumst Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave, en hann lést þennan dag – 18. Maí fyrir 8 árum.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Í þætti kvöldsins kom Agla Bríet Öldudóttir, sem semur tónlist einfaldlega undir nafninu AGLA, til okkar og sagði okkur frá tónlistinni sinni og tónleikum sem hún kemur fram á í vikunni. Hún tók svo einnig eitt lag í lifandi flutningi fyrir okkur í beinni!
Í sólarvímu eftir blíðviðri seinustu daga söfnuðum við Ólátabelgirnir saman ýmsum lögum sem fjalla um sólina, sumarið eða eitthvað álíka í tilefni þess að það er BONGÓ!
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
BSÍ - Body as a witness
gubba hori - hordreyminn
RAMS - Someone You Were
Sakaris - Tramin
Mukka - Looking for a Number
NEI - Kemur ekki
Gosi - Tilfinningar
AGLA - Tíminn
AGLA - Stjörnur skína
AGLA - Einhver sem ég get treyst (lifandi flutningur í Ólátagarði 18.05.2025)
Flesh Machine - Boys In Predicaments
Julian Civilian - Ég vil tala við þig
snæi - vorvísur/sá ég spóa
Grísalappalísa - Lóan Er Komin
Stirnir - I’m Gonna Go Away
Róshildur - Kría (v6,8)
Milkhouse - Sumarsár
K.óla - Bros’í sólina
KUSK - Dagur við sundlaugina
Eydís Kvaran - Sundlaugalagið
Kira Kira - Sumarbarn
Jónfrí - Sumarið er silungur
Ari Árelíus - Sól
Nolo - Sumar
Laglegt - finndu mig þegar vetri er lokið (voice memo demo)
bjadtor - sumar smellur eru sumarsmellur