Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Sumarveður er á Austurlandi, og við heyrðum í Jónu Árnýju Þórðardóttur, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Hún sagði okkur frá mannlífinu í Neskaupstað í gær, þar sem fólk gekk og hjólaði um á stuttermabolum og buxum.
Við fjölluðum áfram um efnahagsmál og fjármálamarkaði. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, var gestur okkar.
Arthur Björgvin Bollason fór líka yfir áhrifin af tollum Trumps á Þýskaland og pólitíkina þar í landi. Hann ræddi líka við Huldu Rós Guðnadóttur, sem sýnir nú í galleríi í Berlín.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt um lúðrasveitir, og sérstaklega Lúðrasveit Hafnarfjarðar, sem heldur upp á 75 ára afmæli sitt með tónleikum í Hörpu annað kvöld. Finnbogi Óskarsson sagði okkur frá sögu sveitarinnar.
Tónlist:
Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hljómsveit Ingimars Eydal - Litla sæta ljúfan góða.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar - Tjarnarmars.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar - Gamlar minningar.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Arna býr að sérkennilegri lífsreynslu en alvarleg veikindi í æsku settu svip sinn á líf hennar og þegar hún lítur til baka var leitin aðplöntumiðuðu mataræði ákveðið haldreipi sem hún þurfti til að tengjast náttúrunni og sjálfri sér á ný. Hún segir frá veikindunum sínum og nýrri matreiðslubók sem hún var að skrifa.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við spjölluðum í dag við Óskar Braga Stefánsson sem kennir fólki íslensku á netinu undir því sem hann kallar Speak Viking. Nemendur hans, sem eru orðnir gríðarlega margir, koma hvaðanæva að úr heiminum og fer kennslan fram í gegnum netið. Óskar Bragi er ekki lærður kennari, en viðlíka námskeið eru til í flestum tungumálum á netinu, til dæmis á youtube og gefa þau áhugasömum tækifæri að læra framandi tungumál. Óskar sagði okkur frá því hvernig þetta kom til og hvernig hefur gengið í þættinum, en hægt er að finna Speak Viking til dæmis á Instagram og Youtube.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík hófst í dag og fer fram um alla borg þar sem boðið verður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir. Við heyrðum í Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Barnamenningarhátíðar, þar sem hún var stödd í Hörpu ásamt mörg hundruð krökkum á opnun hátíðarinnar.
Svo var það heilsuvaktin í dag, en svokallað gáttatif, sem er hraður óreglulegur hjartsláttur og getur valdið óþægindum og töluverðum ótta hjá fólki, hefur færst í aukana meðal annars með hækkandi aldri fólks en líka í kjölfar aukinnar ofþyngdar og í tengslum við kæfisvefn. Gáttatif er ekki hættulegt eitt og sér en mikilvægt er að greina það snemma og veita meðferð við því. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir hefur nýlokið við doktorsgráðu sína þar sem hún rannsakaði lífeðlisfræðileg og sálfræðileg áhrif gáttatifs. Hún segir mikilvægt að þeir sem greinist með gáttatif hætti ekki að gera það sem þeir eru vanir að gera, haldi áfram að hreyfa sig og lifa lífinu til fulls. Hún mælir þó alls ekki með að fólk fari á fyllerí, eins og hún orðar það, eða stundi fjallamaraþon. Raunar mælir hún bara alls ekki með að fólk, hvort sem það er með gáttatif eða ekki, stundi hvers kyns ofurhlaup eða bakgarðshlaup sem krefjast svefnlausra nótta og samfelldrar áreynslu í marga klukkutíma. Helga Arnardóttir ræddi við Helgu Margréti á heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Eitt lag enn / GÓSS (Hörður G. Ólafsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Silver Lining / Laufey (Laufey Lín Jónsdóttir og Spencer Stewart)
Hlaupasting / Inspector Spacetime (Inspector Spacetime (Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir) og texti byggður á svörum 4.bekkinga í skólum Reykjavíkurborgar)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hækkaði aðeins við opnun í morgun. Verðið heldur enn áfram að falla í Taívan.
Forsætisráðherra Íslands segir ekki standa til að beita hefndartollum þrátt fyrir nýja tollastefnu Bandaríkjanna.
Borgarstjóri vissi ekki að enginn samningur væri í gildi um eftirlitsmyndavélakerfið í Reykjavíkurborg. Hún ræðir málið við lögreglustjóra í lok vikunnar.
Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kyiv í dag.
Samherji telur að frumvarpi, sem ætlað er að auka gagnsæi og sporna við samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi, sé sérstaklega beint gegn fyrirtækinu.
Dalabyggð og Húnaþing vestra eiga í óformlegum viðræðum um sameiningu . Sameinað sveitarfélag hefði um 1850 íbúa.
Forsetahjónin eru í ríkisheimsókn í Noregi næstu þrjá daga. Vel var tekið á móti þeim við konungshöllina í morgun.
Lundinn var nærri viku á undan áætlun til Grímseyjar þetta árið.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þriðja þætti um háhyrningaveiðar og viðskipti Sædýrasafnsins fáum við að heyra lýsingar forstöðumanns safnsins á því hvernig veiðarnar fóru fram. Afleiðingar af þessum veiðum eru endalausar deilur milli dýraverndunarsinna, hvalasérfræðinga og dýragarða víða um heim. Viðmælendur: Sigursteinn Másson og Edda Elísabet Magnúsdóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur og hverfa jafnhratt, segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún ræddi þetta fyrirbæri í Samfélaginu fyrir nokkrum mánuðum og er nú komin aftur í sömu erindagjörðum, en miklar áhyggjur eru víða vegna þessa verslunarmáta og sumar þessara verslana virðast vera búnar til og reknar af gervigreind.
Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli. Félagið hefur þróað fósturkerfi þar sem fólk er tilbúið að fóstra dýr til skemmri tíma þar til það kemst á framtíðarheimili. Verkefnin eru margvísleg og oft þarf að stökkva til með stuttum fyrirvara. Við ræðum við Sonju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Dýrahjálpar Íslands.
Og síðan fáum við að heyra pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Hvar býr fegurðin og hvað er fallegt?
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar myndlistarmaðurinn Halldór Úlfarsson bjó til hljóðfæri sem nota átti í listsýningu sá hann ekki fyrir að það yrði hans aðalstarf að sýsla með það sem síðar fékk heitið dórófónn. Tónskáldum sem semja fyrir dórófón og hljóðfæraleikurum sem spila á hann fjölgar sífellt og ljóst að dórófónninn lifir og mun lifa.
Lagalisti:
Óútgefið - Composition for halldorophone#5
Óútgefið - Febrúardagur
hér að neðan - Ég veit að þú ert
Any Other Place - see
Hommelen - Harmonic No. 1
Electroacoustic Works for Halldorophone - Nr.1 Omen In G
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hér segir að lokum frá ferðum Dana og skipsfélaga hans úti fyrir Kaliforníuströndum og merkilegum kaupskap með húðir og fleira sem þeir stóðu í. En hér segir líka frá hrottalegu hátterni skipstjórans á Pílagrímnum en frásögn Dana af því átti eftir að vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og víðar - enda ekkert dregið undan.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Víðsjá dagsins setjumst við niður með höfundum smásagnasafnsins Innlyksa, þeim Rebekku Sif Stefánsdóttur, Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur og Sjöfn Asare og veltum þessu athyglisverða bókmenntaverki fyrir okkur.
Við leggjum leið okkar niður í plötubúð miðbæ Reykjavíkur og hugum að plötuverslanadeginum með Jóhanni Ágústi Jóhannssyni plötusala.
Síðan kynnum við okkur plötuna Rammana úr smiðju tælensku tónlistarkonunnar Salin.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram um helgina en þá léku tíu hljómsveitir í Hörpu. Það var drungapönksveitin Geðbrigði sem bar sigur úr býtum. Við ræðum við Agnesi Ósk og Ásthildi Emmu úr hljómsveitinni.
Við fáum seinni pistilinn um Hönnunarmars frá Unu Maríu Magnúsdóttur. Sjálfbærniþvaður, djúpblá þörungamálning, og persónulegur absúrdismi í gervigreindarmyndum er meðal þess sem kemur við sögu í pistlinum.
Við hringjum svo niður í Bíó Paradís, sem var nýlega valið eitt svalasta kvikmyndahús heims af bíómiðlinum Variety. Þar er Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri bransa- og kvikmyndahátíðarinnar Stockfish. Hún segir okkur frá því helsta sem er að gerast á hátíðinni í ár.
Fréttir
Fréttir
Verjandi sakbornings í Þorlákshafnarmálinu segir að óttast sé um öryggi mannsins. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag. Lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum og tveimur öðrum.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Gaza hafi breyst í vígvöll. Hann sakar ísraelsk stjórnvöld um að koma í veg fyrir flutning neyðargagna.
Formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, fagnar því að heilbrigðisráðherra taki tillögum um skaðaminnkandi aðgerðir alvarlega. Heilbrigðisráðherra hélt skyndifund í gær þar sem rætt var um leiðir til að bregðast við innflutningi hættulegra ópíóíða
Dómsmálaráðherra fer nú með öll völd í landinu, allavega samkvæmt orðanna hljóðan - hún er bæði staðgengill forsætisráðherra en líka handhafi forsetavalds þrátt fyrir að vera fjórða í röð staðgengla.
Þjálfari kvennaliðs Íslands í handbolta hefur skilning á skiptum skoðunum í tengslum við leik Íslands og Ísraesl á morgun og hinn. Leikirnir verða leiknir fyrir luktum dyrum af öryggisástæðum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tollastríðið sem skollið er á hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum síðustu daga, Bandaríkjaforseti hleypti öllu í bál og brand með verndartollum sem hann lagt á byggð og óbyggð ból; Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í Morgunútvarpinu í morgun að tollastefna Bandaríkjastjórnar myndi áfram koma illa við hagkerfi heimsins og það væri ákveðin hætta á heimskreppu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, ræðir stöðuna
Mislingar hafa breiðst út á heimsvísu undanfarin ár, dregið hefur úr bólusetningum gegn þeim og faraldur geisar í Texas, Viðsnúningur Roberts Kennedys heilbrigðisráðherra Bandarríkjanna sem hvetur nú til bólusetninga hafa vakið gremju í hópi þeirra sem hafa barist gegn þeim.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af Sacagaweu. Ungu frumbyggjastelpunni sem hjálpaði Lewis og Clark, bandarískum landkönnuðum, að ferðast um landið sem þeir höfðu nýlega keypt. En þeir áttu ekki landið, þetta var hennar land, hennar heimkynni og hún gerði sitt allra besta til að stuðla að friðsamlegum samskiptum aðkomumanna við sitt fólk, því það var mun betra en blóðsúthellingar, eyðilegging og stríð. Þetta gerði hún allt, sextán ára gömul með nýfætt barn sitt bundið við bakið á sér.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur og hverfa jafnhratt, segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún ræddi þetta fyrirbæri í Samfélaginu fyrir nokkrum mánuðum og er nú komin aftur í sömu erindagjörðum, en miklar áhyggjur eru víða vegna þessa verslunarmáta og sumar þessara verslana virðast vera búnar til og reknar af gervigreind.
Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli. Félagið hefur þróað fósturkerfi þar sem fólk er tilbúið að fóstra dýr til skemmri tíma þar til það kemst á framtíðarheimili. Verkefnin eru margvísleg og oft þarf að stökkva til með stuttum fyrirvara. Við ræðum við Sonju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Dýrahjálpar Íslands.
Og síðan fáum við að heyra pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Hvar býr fegurðin og hvað er fallegt?

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við spjölluðum í dag við Óskar Braga Stefánsson sem kennir fólki íslensku á netinu undir því sem hann kallar Speak Viking. Nemendur hans, sem eru orðnir gríðarlega margir, koma hvaðanæva að úr heiminum og fer kennslan fram í gegnum netið. Óskar Bragi er ekki lærður kennari, en viðlíka námskeið eru til í flestum tungumálum á netinu, til dæmis á youtube og gefa þau áhugasömum tækifæri að læra framandi tungumál. Óskar sagði okkur frá því hvernig þetta kom til og hvernig hefur gengið í þættinum, en hægt er að finna Speak Viking til dæmis á Instagram og Youtube.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík hófst í dag og fer fram um alla borg þar sem boðið verður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir. Við heyrðum í Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Barnamenningarhátíðar, þar sem hún var stödd í Hörpu ásamt mörg hundruð krökkum á opnun hátíðarinnar.
Svo var það heilsuvaktin í dag, en svokallað gáttatif, sem er hraður óreglulegur hjartsláttur og getur valdið óþægindum og töluverðum ótta hjá fólki, hefur færst í aukana meðal annars með hækkandi aldri fólks en líka í kjölfar aukinnar ofþyngdar og í tengslum við kæfisvefn. Gáttatif er ekki hættulegt eitt og sér en mikilvægt er að greina það snemma og veita meðferð við því. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir hefur nýlokið við doktorsgráðu sína þar sem hún rannsakaði lífeðlisfræðileg og sálfræðileg áhrif gáttatifs. Hún segir mikilvægt að þeir sem greinist með gáttatif hætti ekki að gera það sem þeir eru vanir að gera, haldi áfram að hreyfa sig og lifa lífinu til fulls. Hún mælir þó alls ekki með að fólk fari á fyllerí, eins og hún orðar það, eða stundi fjallamaraþon. Raunar mælir hún bara alls ekki með að fólk, hvort sem það er með gáttatif eða ekki, stundi hvers kyns ofurhlaup eða bakgarðshlaup sem krefjast svefnlausra nótta og samfelldrar áreynslu í marga klukkutíma. Helga Arnardóttir ræddi við Helgu Margréti á heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Eitt lag enn / GÓSS (Hörður G. Ólafsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Silver Lining / Laufey (Laufey Lín Jónsdóttir og Spencer Stewart)
Hlaupasting / Inspector Spacetime (Inspector Spacetime (Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir) og texti byggður á svörum 4.bekkinga í skólum Reykjavíkurborgar)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram um helgina en þá léku tíu hljómsveitir í Hörpu. Það var drungapönksveitin Geðbrigði sem bar sigur úr býtum. Við ræðum við Agnesi Ósk og Ásthildi Emmu úr hljómsveitinni.
Við fáum seinni pistilinn um Hönnunarmars frá Unu Maríu Magnúsdóttur. Sjálfbærniþvaður, djúpblá þörungamálning, og persónulegur absúrdismi í gervigreindarmyndum er meðal þess sem kemur við sögu í pistlinum.
Við hringjum svo niður í Bíó Paradís, sem var nýlega valið eitt svalasta kvikmyndahús heims af bíómiðlinum Variety. Þar er Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri bransa- og kvikmyndahátíðarinnar Stockfish. Hún segir okkur frá því helsta sem er að gerast á hátíðinni í ár.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ræðum bókina Amelía og Óliver sem er sérstaklega skrifuð til að auka og dýpka lesskilning og orðaforða barna. Kristín Björg Sigurvinsdóttir lögfræðingur og Sigrún Alda Sigfúsdóttir talmeinafræðingur eru höfundar bókarinnar og líta við í fyrsta bolla.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, verður gestur okkar þegar við ræðum stöðuna í efnahagsmálum og áhrif tollastríðs
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því svissneska síðdegis í dag. Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttamaður, stýrir umræðu fyrir og eftir leik og lítur til okkar í upphitun.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Um fátt er meira deilt þessa dagana en hugtakið woke. Við ræðum það og hugmyndafræðina sem því tengist við tvo þingmenn, Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Maríu Rut Kristinsdóttur, þingmann Viðreisnar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Kári Egils og plata vikunnar, Benny Blanco og smellirnir, Kurt Cobain og Malcolm McLaren, 50 ára tvöfaldur smellur Aerosmith og margt fleira skemmtilegt í morgun.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-08
MUGISON - É Dúdda Mía.
STEPHAN HILMARZ og MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Lúðvík.
NORAH JONES - Sunrise.
Snorri Helgason - Ein alveg.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
ELBOW - Golden Slumbers.
Fleet Foxes - Don't Put It All On Me.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
Birnir - LXS.
RIHANNA - Diamonds.
JUSTIN BIEBER - Love Yourself.
BOGOMIL FONT - Farin.
KC AND THE SUNSHINE BAND - Please Don't Go (80).
Dacus, Lucy - Ankles.
MAGGA STÍNA - I-Cuba.
JÓHANN HELGASON - She's Done It Again.
Laufey - Silver Lining.
NÝDÖNSK - Nostradamus.
BIG COUNTRY - Where The Rose Is Sown.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Eina Ósk.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
Aerosmith - Walk This Way.
GDRN - Hvað er ástin.
BROTHERS JOHNSON - Stomp.
Árný Margrét - Greyhound Station.
THE CLASH - The Magnificent Seven.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
COCK ROBIN - The Promise You Made (80).
SSSÓL - Tunglið.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Óviti, Kusk og Óviti, KUSK - Læt frá mér læti.
MAUS - Poppaldin.
ELVIS PRESLEY - Guitar Man.
NIRVANA - Come As You Are.
MALCOLM MCLAREN - Buffalo Gals (80).
SYKUR - Reykjavík.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Confusion.
Kári Egilsson - Overflow - Kynning (Plata vikunnar vika 14 2025).
Kári Egilsson - Overflow.
AMPOP - Gets me down.
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Take That - Back for good.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
LISA STANSFIELD - All Around The World.
VÖK - Waterfall.
Lamontagne, Ray - Step Into Your Power.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hækkaði aðeins við opnun í morgun. Verðið heldur enn áfram að falla í Taívan.
Forsætisráðherra Íslands segir ekki standa til að beita hefndartollum þrátt fyrir nýja tollastefnu Bandaríkjanna.
Borgarstjóri vissi ekki að enginn samningur væri í gildi um eftirlitsmyndavélakerfið í Reykjavíkurborg. Hún ræðir málið við lögreglustjóra í lok vikunnar.
Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kyiv í dag.
Samherji telur að frumvarpi, sem ætlað er að auka gagnsæi og sporna við samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi, sé sérstaklega beint gegn fyrirtækinu.
Dalabyggð og Húnaþing vestra eiga í óformlegum viðræðum um sameiningu . Sameinað sveitarfélag hefði um 1850 íbúa.
Forsetahjónin eru í ríkisheimsókn í Noregi næstu þrjá daga. Vel var tekið á móti þeim við konungshöllina í morgun.
Lundinn var nærri viku á undan áætlun til Grímseyjar þetta árið.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Lovísa Rut var Popplandsvörður í þætti dagsins, heyrðum lag Barnamenningarhátíðar, lög af plötu vikunnar, allskonar nýtt úr erlendu deildinni og tvö póstkort.
NÝDÖNSK - Klæddu Þig.
Haim - Relationships.
Inspector Spacetime - Hlaupasting.
Jungle - Let's Go Back.
St. Vincent - DOA.
FM Belfast - Synthia.
Adel the Second - The Unluckiest Boy Alive.
GORILLAZ - Clint Eastwood.
Fleet Foxes - Don't Put It All On Me.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
Birnir - LXS.
RAZORLIGHT - America.
SAGES, Loreen, SinfoniaNord, Ólafur Arnalds - In the Sound of Breathing.
Kári Egilsson - Carry You Home.
THE CRANBERRIES - Linger.
Kári Egilsson - Royal Blue - Kynning (Plata vikunnar vika 14 2025).
Kári Egilsson - Royal Blue.
Mumford and Sons - Rushmere.
ERIC CLAPTON - Cocaine.
Spacestation - Loftið.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
PAOLO NUTINI - Last Request.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
SOPHIE ELLIS BEXTOR - Murder On The Dancefloor.
KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.
Peng, Greentea - Stones Throw.
Lizzo - Still Bad.
ROXY MUSIC - More Than This.
SPIN DOCTORS - Two Princes.
Koppafeiti - Halló.
THE NEIGHBOURHOOD - Sweater Weather.
Koppafeiti - Halló.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
KK - Viltu elska mig á morgun? (Þjóðhátíðarlagið 2010).
REBEKKA BLÖNDAL - Lítið ljóð.
EMILÍANA TORRINI - Speed Of Dark.
CeaseTone - Only Getting Started.
Caamp - Let Things Go.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
Synthea Starlight - Take Me to My Destiny.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
LANA DEL REY - National Anthem.
KÁRI EGILS - Carry You Home.
STEVE MILLER BAND - The Joker.
PÉTUR BEN - Great Big Warehouse in The Sky.
BON IVER - Everything is Peaceful Love.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Skattahækkun dulbúin sem einföldun – svik við kjósendur og líklega högg fyrir barnafjölskyldur. Svo hefst feisbúkk færsla Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins en í færslunni gagnrýnir hann stjórnvöld sem hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Vilhjálmur var á línunni.
Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi útskýrði fyrir hlustendum hvað samsköttun er.
Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga? Þessari spurningu var svarað í grein sem birtist á Vísindavefnum á dögunum. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, var ein af þeim sem skrifaði greinina og hún kom og svarði þessari spurningu í þættinum.
Á borgarstjórnarfundi í dag er umræða að ósk sjálfstæðismanna um þéttingu byggðar. Til stendur að byggja 17 hundruð íbúðir á ýmsum lóðum og svæðum í Breiðholti. Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að umræða fari fram um skipulagsmál áður en það verði of seint. Helgi var á línunni hjá okkur.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor fór yfir niðurstöðu nýs Þjóðarpúls Gallups þar sem kom fram að 44% Íslendinga eru hlynt aðild að Evrópusambandinu og setti í sögulegt samhengi.
Það eru stór tímamót hjá tískusystrum í Keflavík um þessar mundir - en þær Kristín og Hildur Kristjánsdætur hafa rekið verslunina Kóda við Hafnargötu í Keflavík í 42 ár og hafa nú ákveðið að komið sé gott. Hún Guðrún Sóley lagði leið sína í búðina og spjallaði við systurnar um árin í bransanum og hvað tekur svo við.
Fréttir
Fréttir
Verjandi sakbornings í Þorlákshafnarmálinu segir að óttast sé um öryggi mannsins. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag. Lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum og tveimur öðrum.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Gaza hafi breyst í vígvöll. Hann sakar ísraelsk stjórnvöld um að koma í veg fyrir flutning neyðargagna.
Formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, fagnar því að heilbrigðisráðherra taki tillögum um skaðaminnkandi aðgerðir alvarlega. Heilbrigðisráðherra hélt skyndifund í gær þar sem rætt var um leiðir til að bregðast við innflutningi hættulegra ópíóíða
Dómsmálaráðherra fer nú með öll völd í landinu, allavega samkvæmt orðanna hljóðan - hún er bæði staðgengill forsætisráðherra en líka handhafi forsetavalds þrátt fyrir að vera fjórða í röð staðgengla.
Þjálfari kvennaliðs Íslands í handbolta hefur skilning á skiptum skoðunum í tengslum við leik Íslands og Ísraesl á morgun og hinn. Leikirnir verða leiknir fyrir luktum dyrum af öryggisástæðum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tollastríðið sem skollið er á hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum síðustu daga, Bandaríkjaforseti hleypti öllu í bál og brand með verndartollum sem hann lagt á byggð og óbyggð ból; Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í Morgunútvarpinu í morgun að tollastefna Bandaríkjastjórnar myndi áfram koma illa við hagkerfi heimsins og það væri ákveðin hætta á heimskreppu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, ræðir stöðuna
Mislingar hafa breiðst út á heimsvísu undanfarin ár, dregið hefur úr bólusetningum gegn þeim og faraldur geisar í Texas, Viðsnúningur Roberts Kennedys heilbrigðisráðherra Bandarríkjanna sem hvetur nú til bólusetninga hafa vakið gremju í hópi þeirra sem hafa barist gegn þeim.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Specials, The - Ghost town.
Auður - Sofðu rótt.
Say She She, Neal Francis - Broken Glass.
Mono Town - The Wolf.
CMAT - Running/Planning.
Self Esteem - If Not Now, It's Soon.
Garbage - Milk.
Snorri Helgason - Ein alveg.
Stereolab - Miss modular.
Fleet Foxes, Noah Cyrus - Don't Put It All On Me.
Cat Burns - GIRLS!.
Balu Brigada - The Question.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
TAME IMPALA - Borderline.
Haim - Relationships.
BECK - Up All Night.
Raveonettes, The - Killer in the Streets
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
Laufey - Silver Lining.
My Morning Jacket - Time Waited.
Men I Trust - I Come With Mud.
Caamp - Let Things Go.
Arlo Parks- Black Dog.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Lord Huron - Nothing I Need
PRIMAL SCREAM - I'm Losing More Than I'll Ever Have.
Kae Tempest - Statue in the Square.
Skepta, JME - That's not me
Doechii - Denial is a River
Lil Tecca - Dark Thoughts
Birnir - LXS.
Daniil, Herra Hnetusmjör - Langar í.
FM Belfast - Frequency.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
BLOSSI - Milli stjarnanna.
Bou, Aitch - Raving In The Studio
Spacestation - Loftið
Supersport! - Stærsta hugmyndin
Momma - Rodeo
Smashing Pumpkins - Siva
Hives - Enough is Enough
Viagra Boys - Uno ll
Wet Leg - Catch These Fists
Soft Play ft Kate Nash - Slushy
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Hljómsveitin Oasis sprakk í loft upp í ágúst 2009 rétt áður en hún ætti að stíga á svið á tónlistarhátíðinni Rock ein Seine í París. Síðan þá hafa bræðurnir í hljómsveitinni, lagasmiðurinn Noel Gallagher og söngvarinn Liam Gallagher ekki talast við - þar til núna nýlega og nú er kominn á friður milli bræðranna. Byssurnar eru þagnaðar – stjörnurnar hafa raðað sér upp – biðin mikla er á enda – komið og sjáið – þessu verður ekki sjónvarpað, sagði í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni sem var birt á heimasíðu hennar 27. ágúst sl.
Þá var auglýst tónleikaferð um Bretland næsta sumar - 17. tónleikar í Wales, Skotlandi, Írlandi og Englandi, og það seldust meira en ein milljón miða í einum grænum. MIðasölukerfi fóru á hliðina og milljónir manna sem reyndu að kaupa miða fengu enga miða. Það lítur út fyrir að Oasis ætli að túra um allan heim á næsta ári og kannski árin þar á eftir, og í dag er fyrsta plata sveitarinnar; Difinitely Maybe sem kom út 1994 á toppnum á breska vinsældalistanum. Safnaplatan Time Flies 1994-2009 er í þriðja sæti og í því fjórða er önnur plata Oasis - What´s the story morning glory sem kom út 1995.
Rokkland hefur fylgst vel með Oasis allt frá upphafi 1995 og í þætti vikunnar rifjum við upp brot úr gömlum þáttum og skoðum fyrstu árin í sögu þessarar kraftmiklu og merkilegu hljómsveitar frá Manchester á Englandi.