Fjallað um bandaríska leikstjórann David Lynch og kvikmynd hans, Lost Highway. Grafist er fyrir um tildrög myndarinnar og m.a. leitast við að varpa ljósi á samstarf Lynch við rithöfundinn Barry Gifford. Stuðst er við viðtöl Chris Rodley við leikstjórann en þaðan liggja þræðir í heim tónlistar, myndlistar og a kvikmyndalistar. Einnig er fjallað um óperu austuríska tónskáldsins Olgu Neuwirth sem byggir á kvikmyndinni en söngtexta hennar samdi nóbelsverðlaunahafin Elfriede Jelinek. Umsjónarmaður er Haukur Ingvarsson en lesarar í þættinum eru leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir og Haraldur Jónsson myndlistarmaður sem ljær Lynch rödd sína. Umsjón: Haukur Ingvarsson.
Þátturinn er endurfluttur til að minnast David Lynch sem létst 16. janúar s.l. 78 ára að aldri.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur forleik um rússnesk, kirkjuleg stef op. 36 (1887-8) eftir Nikilaj Rimsky Korsakov. Gennadíj Rosdetsvenskí stjórnar á tónleikum í Eldborg árið 2013.
Stabat Mater eftir Arvo Pärt. Verk frá árinu 1985. Lynne Dawson, sópran - David James, kontratenór og Roger Covey-Crump, tenór ásamt Gidon Kremer, fiðla - Vladimir Mendelssohn, selló og Thomas Manga, selló.
Einnig leikur blásarakvintett gömul lúthersk kirkjulög í raddsetningu Herberts H. Ágústssonar í hljóðritun frá árinu 1966

Veðurstofa Íslands.
Rithöfundurinn Kristmann Guðmundsson var á sínum tíma einn þekktasti rithöfundur Íslands. Hann var um tíma metsöluhöfundur víða í Evrópu og bækur hans þýddar á nærri 40 tungumál. En af hverju veit enginn hver hann er lengur? Umtal fylgdi honum alla tíð og um hann gengu rætnar slúðursögur, en hann sagði þær vera sprottnar úr viðjum kommúnista. En hvað er satt? Var Kristmann fórnarlamb skipulagðrar rógherferðar eða þjáðist hann af ofsóknarbrjálæði?
Umsjón: Kristlín Dís Ingilínardóttir
Í fyrsta þætti lítum við á uppvaxtarárin og persónuleika Kristmanns sem var stór og fyrirferðamikill. Hvað leiddi til þess að Kristmann fór til Noregs?
Guðsþjónusta.
Skírdagur.
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Ástvaldur Traustason sem jafnframt stjórnar Álftaneskórnum.
Kristín Björg Ragnarsdóttir leikur á fiðlu og lestur ritningarlestra og kirkjubænar annast Vilborg Sigurðardóttir djákni.
Tónlist:
Fyrir predikun:
Forspil: Nú vil ég enn í nafni þínu, 419.
Sálmur 218. Kom voldugi andi. T: Helen Kennedy – Arinbjörn Vilhjálmsson. L: Skoskt þjóðlag og Margaret Martin-Hardie.
Sálmur 94a. Kvöldvers. T: Hallgrímur Pétursson. L: Tryggvi M. Baldvinsson.
Sálmur 123. Á skírdagskvöld ég kem til þín. T: Guðrún Guðmundsdóttir. L: Gesius 1603 – Gr. 1691.
Eftir predikun:
Sálmur 540. Drottinn vakir. T: Sigurður Kristófer Pétursson. L: Jóhann Helgason.
Kirkjubæn.
Sálmur 442: Láttu nú ljósið þitt. T: Höf. ók.– Sigurbjörn Einarsson. L: Kristín Erna Blöndal.
Eftirspil: Nú hverfur sól í haf, 414. T: Sigurbjörn Einarsson. L: Þorkell Sigurbjörnsson.
Systkinin Fanney og Bergur eru á þrítugsaldri og alltaf á ferðinni milli vinnu, skóla og ástar, að reyna að uppfylla væntingar sjálfra sín og annarra. Þau hafa lítinn tíma til að hittast og tala saman í gegnum hljóðskilaboð í snöggum innskotum á milli verkefna. Bergur fer í nám til Bandaríkjanna og samband systkinanna tekur óvænta stefnu. Ólík viðhorf og gildi, svik og lygar og brothætt hjónaband foreldra þeirra veldur togstreitu á milli þeirra. Svo egar þau halda að ástandið geti ekki versnað mæta þau ófyrirséðri áskorun svo þau neyðast til að staldra við, horfast í augu við raunveruleikann og endurmeta hvað skiptir mestu máli.
Höfundar: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson.
Í þessum fyrsta þætti kynnumst við systkinunum Bergi og Fanneyju. Bergur er á leið til Bandaríkjanna í nám, en eitt stendur í vegi fyrir því að hann vilji fara út – ástkæri bíllinn hans verður að vera á öruggum stað og það virðist ætla að vera þrautinni þyngri að finna stað fyrir hann. En er það raunverulega ástæðan fyrir því að hann vill ekki fara?
Bergur: Arnar Hauksson
Fanney: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Gísli: Þorsteinn Bachmann
Ritarar og önnur hlutverk: Ylfa Marin Haraldsdóttir og Rúnar Vilberg Hjaltason
Hljóðvinnsla og gæðaeftirlit: Gísli Kjaran Kristjánsson
Handrit: Arnar Hauksson og Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikstjórn: Tinna Þorvalds Önnudóttir
Tónlist: Anna Halldórsdóttir
Framleiðsla: Útvarpsleikhúsið - Þorgerður E. Sigurðardóttir
Vorið 1943 var Baldur Bjarnason handtekinn af norsku lögreglunni þegar hann freistaði þess að komast yfir landamærin til Svíþjóðar. Hann var færður þýskum hernaðaryfirvöldum og vistaður í stærstu fangabúðum Þjóðverja í Noregi, Grini-búðunum skammt suðaustan við Ósló. Þar var honum haldið föngnum næstu mánuði og þoldi harðræði og hungur. Eftir um hálfs árs dvöl var honum sleppt lausum og í kjölfarið tókst honum að flýja til Svíþjóðar. Þar ritaði hann minningar sínar frá dvölinni í Grini-búðunum og hvernig var að búa í Noregi undir hernámi Þjóðverja. Baldur var einn örfárra Íslendinga sem þoldi vist í fangabúðum nasista. Í frásögn sinni af dvölinni velti hann fyrir sér dýpri spurningum um eðli fasisma, áróðurs og hernaðar, spurningum sem eru því miður þær sömu og margir spyrja sig nú.
Umsjón: Kristján B. Jónasson

Þáttur um Kassíu sem var abbadís í Býsans á 9. öld og samdi bæði ljóð og tónlist. Tónsmíðar hennar hafa verið mikilvægur hluti af tónlist grísku rétttrúnaðarkirkjunnar fram á þennan dag. Flutt verður tónlist eftir hana og lög yngri tónsmiða við ljóð hennar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Kventónskáld á 9. öld
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir

Fjallað um dönsku skáldkonuna Karen Blixen og sagt frá ævi hennar og skáldverkum.
Lesari með eumsjónarmanni er Helga Bachmann,
Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir.
Þáttur er endurfluttur í tilefni af því að 17. apríl 2025 eru 140 ár liðin frá fæðingu skáldkonunnar.
Fyrri þáttur um dönsku skáldkonuna Karen Blixen.
Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir.
Lesari: Helga Bachmann.
(Áður á dagskrá 1996)

Útvarpsfréttir.

Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 3. apríl sl.
Einsöngvarar
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Gunnar Björn Jónsson
Kristín Anna Guðmundsdóttir
Kristín Sveinsdóttir
Kórar
Kór Langholtskirkju, Magnús Ragnarsson kórstjóri
Mótettukórinn, Stefan Sand kórstjóri
Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason
Efnisskrá
Aríur og óperuforleikir
Gioacchino Rossini Forleikur að Rakaranum í Sevilla (1816)
Jacques Offenbach Bátssöngur úr Ævintýrum Hoffmanns (1880)
Giacomo Puccini Che gelida manina úr La Bohème (1895)
Giuseppe Verdi L’onore! Ladri! úr Falstaff (1893)
Antonín Dvořák Söngur til mánans úr Rusölku (1901)
Georges Bizet
Sígaunadans úr Carmen (1875)
Söngur nautabanans úr Carmen (1875)
Giuseppe Verdi
Forleikur að Valdi örlaganna (1862)
Bella figlia d’amore úr Rigoletto (1851)
Fangakórinn úr Nabucco (1842)
Giacomo Puccini Intermezzo úr Manon Lescaut (1893)
Carl Zeller Schenkt man sich Rosen in Tirol úr Fuglasalanum (1891)
Wolfgang Amadeus Mozart Deh, vieni alla finestra úr Don Giovanni (1787)
Ludwig van Beethoven Mir ist so wunderbar úr Fidelio (1814)
Gioacchino Rossini Tutto cangia, il ciel s’abbella úr Vilhjálmi Tell (1829)

Fréttir

Séra Jón Thorarensen talar um vertiðarpáska til forna.
(Áður á dagskrá 1967)

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

After the Fall er nýr píanókonsert eftir John Adams, sem tileinkaður er Víkingi Ólafssyni.
Paavo Järvi stjórnaði Zurich Tonhalle hljómsveitinni þegar Víkingur lék konsertinn í lok janúar á þessu ári.
Einnig heyrum við sex lög eftir Megas í útsetningu Þórðar Magnússonar í flutningi tónskáldsins, Víkings og strengjakvintetts. Hljóðritunin er frá Reykjavik Midsummer Music hátíðinni 2012.
Víkingur leikur með Megasi í :
Partý/Elskhuginn
Silfurskotturnar
Tvær stjörnur
Strengjakvintett þeirra Sigrúnar Eðvaldsdóttur, Ara Þórs Vilhjálmssonar, Þorunnar Óskar Marinósdóttur, Bryndísar Höllu Gylfadóttir og Hávarðs Tryggvasonar leikur með Megasi í:
Nóttin hefur níðst á mér
Heill
Enn (að minnsta kosti)
Umsjón:
Arndís Björk Ásgeirsdóttir.

Í þættinum er fjallað um Denis Diderot, franskan heimspeking, alfræðibókarritstjóra og rithöfund. Fjallað er um manninn og andlegt umhverfi hans á ofanverðri 18. öld í Frakklandi. Einnig er fjallað um skáldskap hans, einkum skáldsöguna „Jakob forlagasinni og meistari hans" sem Friðrik Rafnsson þýðir og Hjalti Rögnvaldsson les stutta kafla úr.
(Áður á dagskrá 1996)
Þáttur um franska rithöfundinn og heimspekinginn Denis Diderot.
Franski heimspekingurinn Denis Diderot er einn hinn þekktasti þeirra hugsuða sem kenndir eru við upplýsingu 18. aldar og einna frægastur sem annar ritstjóri Alfræðiorðabókarinnar frönsku. Líkt og margir helstu höfundar þeirra tíma skrifaði Diderot um fjölmörg efni, allt frá listfræðum til raunvísinda, að ógleymdum skáldverkum hans.
6.október í ár voru 300 ár síðan þessi merki hugsuður fæddist.
Lesari: Hjalti Rögnvaldsson.
Umsjón: Friðrik Rafnsson.
(frá árinu 1996)

Í þættinum er fjallað um krossgöngu Jesú og síðustu orð hans á krossinum. Þátturinn er í tveim hlutum.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
(Áður á dagskrá árið 2000)
Í þættinum, sem er í tveimur hlutum, er fjallað um krossgöngu Jesú og síðustu orð hans á krossinum. Í fyrri hlutanum er stuðst við texta úr The New Katolic Encyclopedia í þýðingu Inga Karls Jóhannessonar. Rætt er við Hjört Magna Jóhannsson prest um krossgönguna í Jerúsalem. Séra Hjalti Þorkelsson prestur kaþólska safnaðarins í Hafnarfirði og nunnurnar í Karmel klaustrinu í Hafnarfirði fara með krosstöðubænir og syngja á latínu. Fluttur er kafli úr Lúkasarguðspjalli. Lesið er ljóðið Jesús, Maríuson eftir Jóhannes úr Kötlum. Ingveldur G. Ólafsdóttir syngur Krossferli að fylgja þínum eftir Hallgrím Pétursson, upptakan er gerð 26.03.1991, án undirleiks og er þetta frumflutningur á verkinu.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í þáttunum er fjallað um afmarkaða þætti í guðfræði Marteins Lúters eins og hún er skýrð í bók séra Sigurjón Árna Eyjólfssonar, sem út kom vorið 2000.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson.
(Áður á dagskrá árið 2000)

Útvarpsfréttir.
Dagskrárgerðarfólk Rásar 2 er fyrst á fætur á hátíðisdögum og fylgir hlustendum af stað inn í skemmtilega frídaga.
Hulda G. Geirsdóttir var fyrst á fætur í dag og fylgdi hlustendum af stað inn í páskafríið. Lóa Pind Aldísardóttir framleiðandi og leikstjóri kíkti í spjall en hún hefur heimsótt á fjórða tug landa við gerð þáttanna Hvar er best að búa.
Lagalisti:
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu.
Beach boys - Wouldn't It be nice.
Sade - Smooth Operator.
GDRN - Ævilangt.
Travis - Side.
Etta James - At Last.
Eagles - Best Of My Love.
Hipsumhaps - Á hnjánum.
Leonard Cohen - Ain't No Cure For Love.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Bob Marley - Three little birds.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B..
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Neil Young - Heart of Gold.
The Police - Message In A Bottle.
Ásdís - Touch Me.
Blondie - One Way Or Another.
Pale moon - I confess.
Mumford & sons - I Will Wait.
Lón - Hours.
Olsen Brothers - Smuk som et stjerneskud
Leon Bridges - Beyond.
Grétar Matt - I wish I could.
Jón Jónsson og Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Kaktus Einarsson og Damon Albarn- Gumbri.
Lizzo - Still Bad.
Teddy Swims - Guilty.
Morrissey - Break up the family.
Alice Merton - No Roots.
Mannakorn - Óralangt Í Burt.
R.E.M. - Orange Crush.
Billy Joel - Turn The Lights Back On.
The Housemartins - Five Get Over Excited (Fun Fun Fun).
Bjartmar og bergrisarnir - Í gallann Allan.
Bill Withers - Lean On Me.
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
Laufey - Silver Lining.
Roxy Music - Love Is The Drug.
The Cardigans - Sick And Tired.
KALEO - Hey Gringo.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Tölum saman.
The Divine Comedy - At the Indie Disco.

Lauflétt stemming í páskafríinu.

óhann Alfreð og Sandra Barilli stýra söng-glímunni Í góðu lagi á Rás 2 um páskana. Í þættinum takast tvö lið á við karaoke-þrautir eins og Gríptu viðlagið, Botnaðu textann og glænýju lagaþrautina Snakk og spaghetti sem og margar fleiri. Óvæntur söngvari mætir svo í hvern þátt og veitir liðunum smá hjálp, ásamt því að leggja fyrir þau ennþá flóknari söng-þrautir.
Í fyrsta þætti keppa Konráð Jónsson og Tryggvi Karl Valdimarsson á móti Völu Smáradóttur og Sólrúnu Dröfn Björnsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson.

Fréttir

Siggi Gunnars spilar soul og jazz sem lyftir andanum á hátíðardögum.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars spilar soul og jazz sem lyftir andanum á hátíðisdögum.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars fjallar um Motown útgáfuna og spilar motown lög í þessum þætti af Upp, upp mín sál.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.