Sá guli
Sjóstangveiðimeistarinn Arnar úr Mammút og Svenni fara upp á Skaga á skak. Þeir veiða þar nokkra „gula“ og Sveinn sýnir okkur hvað er hægt að elda af þorskinum; hnakka, gellur, buxur,…
Fagur fiskur er þáttaröð um fiskmeti og matreiðslu á því.
Í hverjum þætti verður fjallað um eitt hráefni: humar, skelfisk, chili, fiskisúpur, þorsk, sushi, lax og eða silung.
Sveinn Kjartansson kokkur sér að mestu um eldamennsku og saman bjóða þau Áslaug Snorradóttir til veislu eða færa fólki fiskveislu heim.
Framleiðandi er Saga film.