Fagur fiskur í sjó

Bleikir frændur

Við Elliðavatn býr hún Matta sem safnar skótaui og ræktar býflugur. Við teljum hana og kærastann á það í gómsætan silung í vatnið og bjóða til garðveislu. Í eldhúsinu hans Svenna fær bleiki frændi hans, laxinn nokkur athyglisverð „meikóver“, meðal annars með wasabi-hnetum, soba-núðlum og í laxasalat. Góðir gestir koma í heimsókn til Möttu og gæða sér á gjöfum náttúrunnar í ævintýraheiminum upp við Elliðavatn.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

14. ágúst 2011

Aðgengilegt til

6. sept. 2025
Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur er þáttaröð um fiskmeti og matreiðslu á því.

Í hverjum þætti verður fjallað um eitt hráefni: humar, skelfisk, chili, fiskisúpur, þorsk, sushi, lax og eða silung.

Sveinn Kjartansson kokkur sér mestu um eldamennsku og saman bjóða þau Áslaug Snorradóttir til veislu eða færa fólki fiskveislu heim.

Framleiðandi er Saga film.

Þættir

,