17:46
Ævintýri Tulipop
Loðgeir
Ævintýri Tulipop

Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.

Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.

Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.

Litlir gosbrunnar byrja að gusast upp á víð og dreif í garðinum hans Búa og þegar betur er að gáð sést að ekkert vatn rennur lengur í stóra fossinum. Vinirnir ákveða að rannsaka málið og komast að því að tröllið Loðgeir hefur orðið að steini og stíflað vatnsuppsprettuna. Það eina sem getur breytt tröllinu aftur í sitt fyrra horf er tröllasólsteinn. Herra Barri kemur þeim til bjargar og Búi býður öllum heim í pönnukökur....hver vissi að tröllum þættu pönnukökur svona góðar?

Er aðgengilegt til 21. janúar 2027.
Lengd: 7 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e
Endursýnt.
,