19:45
Kastljós
Vaxtalækkun og öryggi á leikskólum
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Langþráð stýrivaxtalækkun var tilkynnt í morgun, sú fyrsta síðan í maí. Hvað þýðir það fyrir veskið hjá launafólki, byggingamarkaðinn og hagkerfið í heild?
Fréttir um meint kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg hafa vakið ugg í samfélaginu. Við ræddum kynfræðslu og öryggi á leikskólum við Indíönu Rós Ægisdóttur, kynfræðing á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Sigurð Sigurjónsson, formann Félags stjórnenda á leikskólum.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
Bein útsending.
