Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tollar leggjast á kísiljárn sem flutt er frá Íslandi og Noregi til ESB-landa, eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafnaði að löndin fengju undanþágu frá verndaraðgerðum á grundvelli EES-samningins. Íslensk stjórnvöld telja þetta brot á EES-samningnum. Stjórnarandstaðan segir Evrópusambandið vera að grafa undan Evrópska efnahagssvæðinu og bregðast verði við af fullum krafti. Hanna Katrín Friðriksdóttir atvinnumálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokkins, fóru yfir málið í Kastljósi.
Íþróttafréttamaðurinn Andri Már Eggertsson, sem kallaður er Nablinn, hefur getið sér gott orð fyrir störf sín á Sýn og víðar. Við hittum hann að máli og ræddum ferilinn.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Hafnarfjarðar og Fljótsdalshéraðs.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa Eyjólfur Þorkelsson heimilislæknisefni á Egilsstöðum, Þorsteinn Bergsson sauðfjárbóndi og þýðandi og Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitasjórnarmála á Austurlandi.
Lið Hafnarfjarðar skipa Karl Guðmundsson markaðsstjóri, Kristbjörn Gunnarsson ráðgjafi og Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar.
Danskir þættir um arkitektúr á tímum loftslagsbreytinga. Hvernig byggjum við borgir fyrir breytt loftslag með stormum og miklum rigningum? Sjálfbær arkitektúr fer vaxandi um heim allan og danskir arkitektar eru þar í fararbroddi. Lausnir við loftslagsvanda sem um leið stuðla að góðu lífi eru í þróun.
Þáttur í tilefni af degi íslenskrar tungu. Barnamenningarverkefnið List fyrir alla býður unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Í ár býðst þátttakendum að vinna með Birgittu Haukdal, Friðriki Dór, Klöru Elías, Unnsteini Manúel og Vigni Snæ. Verkefninu Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Kynnar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Killian Gunnlaugur E. Briansson.

Þessi þáttaröð fagnar réttindum barna á skemmtilegan og barnslegan hátt. Börnin sjálf eru í forgrunni, þau fá að tjá sig og segja sögur sínar með eigin rödd. Meginmarkmiðið er að efla sjálfsvirðingu barna, hvetja til sjálfstæðrar tjáningar og þátttöku í samfélaginu.
Öll börn eiga rétt á að segja hvað þau hugsa og finna og að aðrir hlusti á þau í málum sem snerta þau. Börn eiga rétt á því að vera þau sjálf.
Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.
Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.
Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.
Litlir gosbrunnar byrja að gusast upp á víð og dreif í garðinum hans Búa og þegar betur er að gáð sést að ekkert vatn rennur lengur í stóra fossinum. Vinirnir ákveða að rannsaka málið og komast að því að tröllið Loðgeir hefur orðið að steini og stíflað vatnsuppsprettuna. Það eina sem getur breytt tröllinu aftur í sitt fyrra horf er tröllasólsteinn. Herra Barri kemur þeim til bjargar og Búi býður öllum heim í pönnukökur....hver vissi að tröllum þættu pönnukökur svona góðar?
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Langþráð stýrivaxtalækkun var tilkynnt í morgun, sú fyrsta síðan í maí. Hvað þýðir það fyrir veskið hjá launafólki, byggingamarkaðinn og hagkerfið í heild?
Fréttir um meint kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg hafa vakið ugg í samfélaginu. Við ræddum kynfræðslu og öryggi á leikskólum við Indíönu Rós Ægisdóttur, kynfræðing á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Sigurð Sigurjónsson, formann Félags stjórnenda á leikskólum.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Hinn heimsfrægi rithöfundur George R.R. Martin er í skemmtilegu viðtali í Kilju vikunnar. Hann er höfundur hins mikla bókaflokks A Song of Ice and Fire sem varð að sjónvarpsþáttunum Game of Thrones með sínu óhamda ímyndunarafli og stórkostlegu persónum. Við heimsækjum Bergsvein Birgisson norður á Strandir þar sem hann býr. Hann reisti sér hlöðu og skrifar um það í bók sem nefnist einfaldlega Hlaðan. Meðfram velti hann fyrir sér stórum spurningum um mennsku og gervigreind. Spennusagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir segir okkur frá nýrri bók sinni, framtíðartrylli sem kallast Alfa. Við hittum Sigrúnu Eldjárn við torfbæ í tilefni þess að hún hefur sett saman barnabókina Torf, grjót og burnirót. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Huldukonuna eftir Fríðu Ísberg, Allt sem við hefðum getað orðið eftir Sif Sigmarsdóttur og Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson.
Ítölsk leikin þáttaröð frá 2024 um einstæða móður af gyðingaættum sem reynir að komast af í Róm undir lok seinni heimsstyrjaldar þrátt fyrir fátækt og ofsóknir. Aðalhlutverk: Jasmine Trinca, Mattia Basciani og Valerio Mastandrea. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022 þar sem fjallað er um kvikmyndir byggðar á bókum spennusagnahöfundarins Stephens King. Frá árinu 1976 hafa yfir 50 leikstjórar aðlagað verk hans að hvíta tjaldinu. Leikstjóri: Daphné Baiwir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.