Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Hinn heimsfrægi rithöfundur George R.R. Martin er í skemmtilegu viðtali í Kilju vikunnar. Hann er höfundur hins mikla bókaflokks A Song of Ice and Fire sem varð að sjónvarpsþáttunum Game of Thrones með sínu óhamda ímyndunarafli og stórkostlegu persónum. Við heimsækjum Bergsvein Birgisson norður á Strandir þar sem hann býr. Hann reisti sér hlöðu og skrifar um það í bók sem nefnist einfaldlega Hlaðan. Meðfram velti hann fyrir sér stórum spurningum um mennsku og gervigreind. Spennusagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir segir okkur frá nýrri bók sinni, framtíðartrylli sem kallast Alfa. Við hittum Sigrúnu Eldjárn við torfbæ í tilefni þess að hún hefur sett saman barnabókina Torf, grjót og burnirót. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Huldukonuna eftir Fríðu Ísberg, Allt sem við hefðum getað orðið eftir Sif Sigmarsdóttur og Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson.
