Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tollar leggjast á kísiljárn sem flutt er frá Íslandi og Noregi til ESB-landa, eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafnaði að löndin fengju undanþágu frá verndaraðgerðum á grundvelli EES-samningins. Íslensk stjórnvöld telja þetta brot á EES-samningnum. Stjórnarandstaðan segir Evrópusambandið vera að grafa undan Evrópska efnahagssvæðinu og bregðast verði við af fullum krafti. Hanna Katrín Friðriksdóttir atvinnumálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokkins, fóru yfir málið í Kastljósi.
Íþróttafréttamaðurinn Andri Már Eggertsson, sem kallaður er Nablinn, hefur getið sér gott orð fyrir störf sín á Sýn og víðar. Við hittum hann að máli og ræddum ferilinn.
