20:15
Fyrir alla muni IV (1 af 6)
Ferðaklósettið - Bítlaklósettið?
Fyrir alla muni IV

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.

Í Skógræktarstöðinni á Hallormsstað er ferðaklósett sem talið er tengjast Bítlinum Ringo Starr og hefur það verið geymt á staðnum í fjóra áratugi. Við reynum að komast að sannleikanum um klósettið en fræðumst í leiðinni um útihátíðina sem Stuðmenn héldu í Atlavík 1984.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 34 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,