
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi segir börnum sínum sögu um hinn ósýnilega Edda.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Áróra er 7 ára í dag og Loft á afmæli í ár! Það er samt löngu hætt að telja hvað það er gamalt. Sunna og Máni gera við bilað útvarp en Loft gæti nú tekið þau til fyrirmyndar.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti fjallar Ævar vísindamaður fjallar um tíma og forritun. Við hittum /sys/tur í HR, skoðum fyrsta forritarann, sjáum hvernig tölvuleikur verður til og fáum Verkís til að búa til fyrir okkur flöskuskeyti sem hægt er að fylgjast með á netinu!
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur að þessu sinni eru Aron Már Ólafsson, Bolli Már Bjarnason, Gauti Þeyr Másson og Salka Sól Eyfeld.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Arnar Gunnlaugsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þórey Birgisdóttir.
Berglind Festival ræðir við þjóðina um kúltúrbörn.
Leikhópurinn úr Litlu hryllingsbúðinni flytur lagið Da dú í upphafi þáttar og loka svo þættinum með laginu Snögglega Baldur.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Fáir erlendir listamenn eru Íslendingum jafn kærir og Kim heitinn Larsen. Lögin hans hafa verið notuð við ýmis tilefni hér á landi, þar á meðal í dönskukennslu. Hér fíla þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi eitt þekktasta lag hins stórmynnta Dana, Papirsklip af plötunni Midt om natten frá 1983. Hér er öllu tjaldað til, það rignir eplaskífum og Sandra Barilli mætir með pylsur.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalag Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, og Ásdísar Rósu, eiginkonu hans. Síðla árs 2023 ferðuðust þau á mótorhjóli um Japan. Ferðalagið reyndi á hjónin á ýmsa vegu og framandi venjur, menning og tungumál gerðu þeim erfitt fyrir. En smám saman lærðu þau á lífstaktinn og nutu ferðalagsins. Þegar upp var staðið reyndist Japan eitt eftirminnilegasta landið sem Hringfarinn hefur heimsótt.
Kristján og Ásdís Rósa ná sér aftur á strik eftir erfiðan hjóladag og nýr kafli ferðalagsins hefst. Forn menning og djúpstæð trú Japana setur mark sitt á upplifun þeirra, opnar skilningarvitin og fær þau til að njóta ferðalagsins til hins ítrasta.
Danskir þættir sem fjalla um einmanaleika hjá miðaldra fólki. Í þáttunum er rætt við fjóra einstaklinga sem upplifa sig einmana, þrátt fyrir að allt líti út fyrir að ganga vel hjá þeim út á við. Í þáttunum fara þau hvert sínar leiðir í tilraunum til að brjótast út úr einmanaleikanum.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Fjöldi söngvara og hljómsveita flytur lög íslenskra lagahöfunda sem gáfu tóninn í íslenskri dægurtónlist á öldinni sem leið. Rætt er við nokkra þeirra og einnig höfunda texta og söngvara. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar fjöllum við um glæsilega bók þar sem er rakin saga hins ævintýralega flugfélags Loftleiða í máli og myndum. Við eigum spjall við höfund bókarinnar, Sigurgeir Orra Sigurgeirsson. Rebekka Sif Stefánsdóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir segja okkur frá Lestrarklefanum þar sem þær eru í ritstjórn. Þetta er öflugur og skemmtilegur vettvangur þar sem fjallað er um bókmenntir í rituðu máli og töluðu. Skáldið Vala Hauksdóttir kemur í þáttinn, hún sigraði í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör í fyrra en hefur nú gefið út sína fyrstu bók sem nefnist Félagsland. Við förum í Önundarfjörð í dagskrárliðnum Bókum og stöðum og þar verða meðal annarra á vegi okkar Brynjólfur biskup Sveinsson, Auður Jónsdóttir og Ólafur Kárason. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Rétt áðan eftir Illuga Jökulsson, Hús dags, hús nætur eftir Olgu Tokarczuk og Bældar minningar eftir Angelu Marsons.

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti þurfa keppendur í Frímó að leysa þrautirnar Diskadósir og Út í skó. Í Jógastundinni sýna þær Ronja og Ásta Júlía krökkum nokkrar einfaldar og góðar jógaæfingar. Í Víkingaþrautinni hittast Selma, Jói, Kalli og Ella á Þjóðminjasafninu og hitta ævafornan víking.
Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Handrit: Jónas Bjartur Þorsteinsson
Leikstjórn: Hafsteinn Vilhelmsson
Framleiðsla: Gunnar Ingi Jones og Hafsteinn Vilhelmsson
Myndataka og klipping: Magnús Atli Magnússon
Hljóðupptaka: Markús Hjaltason
Hljóðsetning: Finnur Björnsson
Lýsing: Sigurður Grétar Kristjánsson
Grafík: Arna Rún Gústafsdóttir
Persónur og leikendur:
Jónas: Ingvar Wu Skarphéðinsson
Hnoðri: Karl Pálsson
Læknir: Nökkvi Fjalar
Bónus starfsmaður: Silja Ívarsdóttir
Hamsturinn Hnoðri: Hamsturinn Hnoðri
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Hljómsveitin Gulu kettirnir heldur áfram að semja sitt eigið lag og flytur svo lokaútgáfuna. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Theramín leikari: Hekla Magnúsdóttir. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Ólöf Sverrisdóttir les sögur og ævintýri fyrir krakkana sem koma í heimsókn í Sögubílinn.
Sóla er sofandi þegar krakkarnir koma og þau vekja hana. Sóla finnur bók um tröllskessuna sem átti engan vin. Krakkarnir prófa að sitja kyrr og hlusta og þá kemur Kári krummi, en hann vill heyra hvernig sagan endar. Sóla segir honum að hann verði að lesa hana en Kári kann ekki að lesa. Sóla ætlar að kenna Kára að lesa.
Leikkona og handrit : Ólöf Sverrisdóttir sem Sóla
Krakkar: Anna Alexandra Petersen, Álfdís Freyja Hansdóttir, Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, Hlidur Anna Geirsdóttir, Filippía Þóra Jónsdóttir, Alex Leó Kristinsson, Helga Xochitl Ingólfsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir og Hildur Heiðmundsdóttir.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Í þættinum röltir Egill Helgason um Skólavörðuholtið í Reykjavík og ræðir sögu Skólavörðunnar.
Sýndar eru gamlar ljósmyndir af Reykjavík og svæðinu í kringum Skólavörðuholt, ljósmynd af Sigurði málara, Árna Óla.
Kristján Franklín Magnús les úr texta hans um Skólavörðuna. Einnig er birt ljósmynd af Sverri Runólfssyni sem byggði Skólavörðuna og lesið er brot úr Sjömeistarasögunni eftir Halldór Laxness og texta eftir Jón Jónsson frá Hvoli.
Dagskrárgerð: Ragnhildur Thorsteinsson.
Á allra vörum stendur fyrir landssöfnun fyrir nýju kvennaathvarfi þar sem konur og börn geta dvalið í öruggu skjóli. Í þættinum kynnumst við starfi athvarfsins og heyrum reynslusögur kvenna og barna sem þar hafa dvalist. Umsjón: Andri Freyr Viðarsson, Edda Sif Pálsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir. Stjórn útsendingar: Þór Freysson og Salóme Þorkelsdóttir.
Frönsk kvikmynd frá 2022 um Antoine, ungan rappara úr úthverfi Parísar sem kynnist fyrir tilviljun frú Loiseau, söngkennara við Parísaróperuna. Hún heillast af hæfileikum Antoine og kynnir hann fyrir heimi óperunnar, en hann óttast viðbrögð vina sinna og fjölskyldu. Leikstjóri: Claude Zidi Jr. Aðalhlutverk: Michèle Laroque, Mohamed Belkhir og Guillaume Duhesme. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Danskt drama frá 2021 í leikstjórn Teu Lindeburg. Lise er fjórtán ára stúlka sem býr á sveitabæ seint á nítjándu öld. Þegar móðir hennar fær hríðir áttar Lise sig fljótlega á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera og líf hennar gæti umturnast á svipstundu. Aðalhlutverk: Flora Ofelia Hofmann Lindahl, Ida Cæcilie Rasmussen og Palma Lindeburg Leth. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.