Kiljan

Kiljan

Í Kilju vikunnar fjöllum við um glæsilega bók þar sem er rakin saga hins ævintýralega flugfélags Loftleiða í máli og myndum. Við eigum spjall við höfund bókarinnar, Sigurgeir Orra Sigurgeirsson. Rebekka Sif Stefánsdóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir segja okkur frá Lestrarklefanum þar sem þær eru í ritstjórn. Þetta er öflugur og skemmtilegur vettvangur þar sem fjallað er um bókmenntir í rituðu máli og töluðu. Skáldið Vala Hauksdóttir kemur í þáttinn, hún sigraði í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör í fyrra en hefur gefið út sína fyrstu bók sem nefnist Félagsland. Við förum í Önundarfjörð í dagskrárliðnum Bókum og stöðum og þar verða meðal annarra á vegi okkar Brynjólfur biskup Sveinsson, Auður Jónsdóttir og Ólafur Kárason. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Rétt áðan eftir Illuga Jökulsson, Hús dags, hús nætur eftir Olgu Tokarczuk og Bældar minningar eftir Angelu Marsons.

Frumsýnt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,