Við sjávarsíðuna

Gústaf Njálsson segir frá Glerárþorpi

Rætt er við Gústaf Njálsson, smið og byggingameistara, einn þeirra sem muna enn eftir lífinu í Glerárþorpi áður en það var sameinað Akureyri. Gústaf býr í Þverholti aðeins fáum metrum frá Hvoli þar sem hann ólst upp. Hann segir frá bænum Hvoli sem var reistur rétt upp úr aldamótunum og lífinu þar sem var blanda af sjávarnytjum og hefðbundnum búskap með sauðfé, hænur og eina kú. Hann segir frá síldarverksmiðju Norðmanna sem var í Krossanesi og þangað fór hann stundum með nesti til pabba síns sem þar vann. Rætt er um samskiptin við Akureyringa sem litu nokkuð niður á Þorparana, Gústaf segir frá tundurdufli sem þeir félagarnir fundu og drógu á land, smábátaútgerð í Bótinni, fisksölu á Ráðhústorgi á Akureyri, andarnefju sem var skotin í Bótinni og hvernig konurnar notuðu olíuna úr henni til lina gigt, nýtingu sjófugla, breskum og bandarískum hermönnum í stríðinu og fleiru og fleiru.

Frumflutt

10. des. 2011

Aðgengilegt til

10. júlí 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,