Við sjávarsíðuna

Gullfaxi ferst 1977

Rætt er við Hallgrím Guðmundsson [1962-], veitingamann á Akureyri, sem byrjaði á sjó um fermingaraldur og var síðan farsæll skipstjóri á íslenskum fiskiskipum og bátum um áratuga skeið. Fjórtán ára gamall var hann um borð í Gullfaxa SF-11 þegar hann sökk um þrjár sjómílur úti fyrir Skarðsfjöruvita. Gullfaxi sökk á örfáum mínútum en allir komust í björgunarbáta. Þremur var bjargað úr öðrum björgunarbátnum um borð í rannsóknarskipið Árna Friðriksson en hina rak við illan leik upp í fjöru, þó án þess nokkur slasaðist illa. Hallgrímur hefur ekki sagt svo ítarlega frá slysinu sem hann gerir í þættinum í þau þrjátíu og fimm ár tæp sem liðin eru síðan. Það var og er e.t.v. einhverju leyti enn siður íslenskra sjómanna þegja um atvik sem þessi, byrgja þau inni, í stað þess leita þeim útrásar og hjálp við greiða úr tilfinningum sínum. Ekki þótti karlmennska væla yfir hlutunum og ekki heldur ræða um öryggismál, öryggisbúnað og slíkt.

Frumflutt

24. mars 2012

Aðgengilegt til

23. okt. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,