Við sjávarsíðuna

Byggðasafn Vestfjarða

Varðveisla báta og bátasmíðaiðnarinnar er eitt af aðalsmerkjum Byggðasafns Vestfjarða. Safnið á nokkra báta og allt upp í eikarskipið Maríu Júlíu sem var fyrsta björgunarskip Vestfirðinga og þjónaði líka sem varðskip, meðal annars í fyrsta þorskastríðinu við Breta. María Júlía bíður þess verða gerð upp í sem næst upprunalegri mynd svo hún megi þjóna sem skemmtiferðaskip við Vestfirði og fljótandi safngripur í leiðinni. Og fleiri bátar eru á ýmsum stigum viðgerðar og endursmíði hjá safninu, meðal annars trillan Jóhanna sem var rómað sjóskip og þykir einstaklega falleg. Við heyrum í Magnúsi Alfreðssyni sem vinnur við endursmíða Jóhönnu en fyrst segja þeir Jón Sigurpálsson safnstjóri og Björn Baldursson safnvörður frá húsum Byggðasafnsins í Neðstakaupstað, bátunum sem safnið á, slippnum og varðveislu hans en einnig er farið um borð í Maríu Júlíu til heyra um sögu hennar og áform safnsins með hana.

Frumflutt

12. maí 2012

Aðgengilegt til

2. des. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,