Við sjávarsíðuna

Skrímslasetur og farandverkamenn

Bílddælingurinn Valdimar Gunnarsson segir frá Bíldudal æsku sinnar. Þá stóð Bíldudalur í blóma, baunaverksmiðjan fræga var við lýði, margir rækjubátar og fleiri fiskibátar gerðir úg og þar fram eftir götunum. Síðan hefur byggðinni hnignað mjög og líklega hvergi fækkað eins mikið í íslensku sjávarþorpi á síðari árum. Brottfluttum Bílddælingum sveið þetta og vildu gera eitthvað til hressa gömlu heimabyggðina við. Þá var sett af stað bæjarhátíðin Bíldudals grænar og upp úr henni spratt hugmyndin um Skrímslasetur sem síðan er orðið veruleika. Valdimar lýsir þeirri uppbyggingu og hvernig setrið hefur aukið og bætt sjálfsmynd Bílddælinga. er komin kalkþörungavinnsla þar, eitt fyrirtæki byrjað með laxeldi og annað í startholunum og framtíðin björt mati Valdimars. Þá segir Tolli (Þorlákur Morthens) frá lífi farandverkafólks sem vann í fiskvinnslu á áttunda og níunda áratugnum, menningunni kringum það, misjöfnum aðbúnaði og baráttu fyrir betri kjörum.

Frumflutt

5. maí 2012

Aðgengilegt til

27. nóv. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,