Við sjávarsíðuna

Sögur af sjó og skipaviðgerðum

Þátturinn hefst á frásögn skipstjóra með yfir hálfrar aldar reynslu, Jóns Ellerts Guðjónssonar. Ellert segir frá ferli sínum á fiskiskipum, kaupskipum og varðskipum, og ræðir m.a. um svokallað AIS-kerfi sem sér um tilkynningaskyldu skipa og báta orðið og sýnir sjófarendum hvaða skip og bátar eru í nágrenninu. Valur Sigurjónsson vélstjóri lenti stundum í viðgerðum á gufuvélum í togurum meðan þeir voru enn við lýði og segir frá því til dæmis þegar hann þurfti fara inn í sjóðandi heitt rými til viðgerða og hélst ekki við nema nokkrar mínútur í einu. Ágúst Einarsson, sem líka er vélstjrói, segir frá atvikum þar sem hafa þurfti hraðar hendur og útsjónarsemi við viðgerðir á skipsvélum úti á rúmsjó en hann segir líka frá því hvernig hann læknaði sig af sjóveiki með því pína í sig hafragraut. Þótt grauturinn kæmi aftur og aftur upp úr honum og á diskinn hélt hann áfram skófla honum í sig þar til hann var búinn. Loks er spjallað við feðgana Lúðvík Gunnlaugsson og Gunnlaug Traustason sem voru gera við Trausta EA um leið og Húni II var í slipp á Akureyri í apríl 2012. Trausti er furubátur með eikarböndum sem Lúðvík forðaði frá glötun á Ólafsfirði fyrir nokkrum árum. Þeir hafa báðir gríðarlega gaman af halda honum við og ánægjan skín úr augunum á þeim. Gunnlaugur rak skipasmíðastöð ásamt Trausta Adamssyni um árabil og þeir smíðuðu meðal annars Hildi sem er skonnorta hjá Norðursiglingu á Húsavík. Gunnlaugur sagði með blik í auga hann langaði til smíða nýjan bát en það væri líka gaman gera Trausta upp.

Frumflutt

21. apríl 2012

Aðgengilegt til

13. nóv. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,