Tónleikur

Beethoven

Það liggur við Beethoven hafi stokkið yfir marga áratugi á milli strengjakvartettanna sem hann samdi fyrir 1811 og þeirra sem hann samdi á árunum 1823-26. Höfunareinkennin eru þó sjálfsögðu mörg þau sömu, en í síðustu strengjakvartettum sínum er eins og hann hafi öðlast innsýn í framtíðina – hann sprengir af sér formið, bæði hið ytra, það er fjögurra þátta formið, og hið innra. Í þessum þætti verður fluttur strengjakvartett eftir Beethoven op. 130 í B-dúr, sem er í sex köflum, sem var í hæsta máta óvenjulegt á þessum tíma.

Frumflutt

21. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónleikur

Tónleikur

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Áður á dagskrá veturinn 2008-2009

Þættir

,