Tónleikur

Þrír kvartettar

Önnur tónskáld tóku fljótlega semja strengjakvartetta undir áhrifum frá fyrstu kvartettum Haydns, en þó er eins og Haydn beri lengi höfuð og herðar yfir önnur tónskáld á þessu sviði. Formið virðist hafa hentað honum sérlega vel; og tónsmíðar hans frá árunum 1769 til 72 hljóma eins og þær séu samdar mörgum árum á eftir kvartettum frá sama tímabili.

Í þættinum verða leiknir þrír kvartettar, sem allir eru samdir á þessum árum; fyrst strengjakvartett í C-dúr eftir Josef Myslivecek, síðan er kvartett eftir Mozart, sem ber númerið K 155 og er frá árinu 1772, og síðustu kvartett eftir Joseph Haydn op. 9 nr. 4, frá árinu 1769.

Frumflutt

9. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónleikur

Tónleikur

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Þættir

,